Silungsparadís í Svarfaðardal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. janúar 2013 20:45 Glæsilegir fiskar af svæði 1 í Svarfaðardalsá. Mynd / svak.is Nú styttist í að Stangaveiðifélag Akureyrar hefji veiðileyfasölu fyrir næsta sumar. Félagið hefur meðal annars hina rómuðu Svarfaðardalsá í umboðsölu. Sjóbleikjan er uppistaðan í veiðinni í Svarfaðardalsá. Sumarið 2012 veiddust þar 647 sjóbleikjur á svæðunum fimm sem ánni er skipt í. Að auki var landað 201 sjóbirtingi og 83 staðbundnum urriðum. Samtals var veiðin í fyrrasumar því 931 silungur í Svarfaðardalsá. Veitt er frá 1. júní til 10. september í Svarfaðardalsá sem er þó dæmigerð síðsumarsá og fer fyrst almennilega í gang í sjóbleikjunni eftir miðjan júlí. Á svak.is má skoða skiptingu veiðinnar eftir tegundum, dögum og svæðum. Fram kom í viðtali við Guðrúnu Unu Jónsdóttur, formann SVAK, hér á Veiðivísi um miðjan desember að bjartsýni sé hjá félaginu um góða sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar. Benti Guðrún á að félagið einskorði sig við sölu í silung sem sé síður viðkvæmur gagnvart sölusveiflum en hin síhækkandi laxveiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Loksins líf í Hraunsfirði Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD Veiði Jólaveiði á suðurslóðum Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði
Nú styttist í að Stangaveiðifélag Akureyrar hefji veiðileyfasölu fyrir næsta sumar. Félagið hefur meðal annars hina rómuðu Svarfaðardalsá í umboðsölu. Sjóbleikjan er uppistaðan í veiðinni í Svarfaðardalsá. Sumarið 2012 veiddust þar 647 sjóbleikjur á svæðunum fimm sem ánni er skipt í. Að auki var landað 201 sjóbirtingi og 83 staðbundnum urriðum. Samtals var veiðin í fyrrasumar því 931 silungur í Svarfaðardalsá. Veitt er frá 1. júní til 10. september í Svarfaðardalsá sem er þó dæmigerð síðsumarsá og fer fyrst almennilega í gang í sjóbleikjunni eftir miðjan júlí. Á svak.is má skoða skiptingu veiðinnar eftir tegundum, dögum og svæðum. Fram kom í viðtali við Guðrúnu Unu Jónsdóttur, formann SVAK, hér á Veiðivísi um miðjan desember að bjartsýni sé hjá félaginu um góða sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar. Benti Guðrún á að félagið einskorði sig við sölu í silung sem sé síður viðkvæmur gagnvart sölusveiflum en hin síhækkandi laxveiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Loksins líf í Hraunsfirði Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD Veiði Jólaveiði á suðurslóðum Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði