Viðskipti erlent

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast

Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast og hefur aldrei verið meira í sögunni.

Í nýjum tölum frá Eurostat hagstofu Evrópusambandsins kemur fram að atvinnuleysið mældist 11,8% á evrusvæðinu í nóvember s.l. Hækkaði það um 0,1% frá fyrri mánuði. Í Evrópusambandinu í heild var atvinnuleysið óbreytt í 10,7%.

Sem fyrr er atvinnuleysið mest á Spáni eða 26,6%. Grikkland kemur þar á eftir með 20% atvinnuleysi.

Í tölum Eurostat kemur einnig fram að innan Evrópusambandsins eru nú 26 milljónir manna atvinnulausir, þar af eru tæplega 19 milljónir manna atvinnulausir á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×