Viðskipti erlent

Hreinn hagnaður Alcoa rúmir 8 milljarðar

Hreinn hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, nam 64 milljónum dollara eða rúmlega 8 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þessi hagnaður var í takt við væntingar sérfræðinga.

Í frétt um málið á Reuters kemur fram að forráðamenn Alcoa búast við því að álverð muni hækka í ár og að eftirspurn eftir áli muni aukast um 7% miðað við árið í fyrra.

Eftir að uppgjör félagsins var birt í gærkvöld hækkuðu hlutabréf þess um 1,3% í utanmarkaðsviðskiptum.

Fram kemur á Reuters að ef sala á orkuveri í Tennessee og annar einsskiptishagnaður sé tekinn með í reikinginn námu hreinar tekjur Alcoa 242 milljónum dollara á ársfjórðungnum en til samanburðar var tap upp á 191 milljón dollara hjá félaginu á sama tímabili árið áður að teknu tilliti til þessara þátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×