Opinber dráttur um leyfi í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2013 13:14 Eitt þúsund vilja veiða í Elliðaánum næsta sum,ar, langflestir í júlí. Mynd / Garðar Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til opinbers dráttar milli þeirra sem sóttu um veiðileyfi í Elliðánum í júlí næsta sumar. Fram kemur á Facebook-síðu Stangaveiðifélagsins í dag að lokið sé við að telja og flokka fjölda umsókna í Elliðaánum."Umsóknarþunginn til endanna sem og eftir hádegi er viðráðanlegur og verður þeim veiðileyfum úthlutað á hefðbundinn máta. Hins vegar er gríðalega vel sótt um tímabilið 1. – 31. júlí. Ákveðið hefur verið að draga opinberlega úr þeim umsóknum," segir á Facebook-síðunni. "Þeir félagsmenn Stangaveiðifélagsins sem sóttu um tiltekinn júlímorgun fara í pott fyrir þann morgun. Ef félagsmenn hafa sótt um tímabil (til dæmis 1. – 20. júlí fyrir hádegi), þá er umsókn þeirra sett á tilviljunarkenndan máta í þann pott á einhvern morgun á því tímabili. Þannig er reynt að jafna umsóknarþungann eftir því sem unnt er og vilji umsækjenda stóð til," er staðan útskýrð. Draga á um hvern morgun fyrir sig. Drátturinn fer fram í tölvu á morgun klukkan fjögur eftir hádegi í húsi SVFR í Elliðaárdal. "Er félagsmönnum sem sótt hafa um heimilt að vera viðstaddir dráttinn eftir því sem húsrúm leyfi," segir í tilkynningunni frá félaginu. Nákvæmlega eitt þúsund umsóknir voru um veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar. Þar af vilja 758 veiða fyrir hádegi en 242 sóttu um eftir hádegi. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Víðidalsá: 19 laxar og flestir á smáar flugur Veiði Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til opinbers dráttar milli þeirra sem sóttu um veiðileyfi í Elliðánum í júlí næsta sumar. Fram kemur á Facebook-síðu Stangaveiðifélagsins í dag að lokið sé við að telja og flokka fjölda umsókna í Elliðaánum."Umsóknarþunginn til endanna sem og eftir hádegi er viðráðanlegur og verður þeim veiðileyfum úthlutað á hefðbundinn máta. Hins vegar er gríðalega vel sótt um tímabilið 1. – 31. júlí. Ákveðið hefur verið að draga opinberlega úr þeim umsóknum," segir á Facebook-síðunni. "Þeir félagsmenn Stangaveiðifélagsins sem sóttu um tiltekinn júlímorgun fara í pott fyrir þann morgun. Ef félagsmenn hafa sótt um tímabil (til dæmis 1. – 20. júlí fyrir hádegi), þá er umsókn þeirra sett á tilviljunarkenndan máta í þann pott á einhvern morgun á því tímabili. Þannig er reynt að jafna umsóknarþungann eftir því sem unnt er og vilji umsækjenda stóð til," er staðan útskýrð. Draga á um hvern morgun fyrir sig. Drátturinn fer fram í tölvu á morgun klukkan fjögur eftir hádegi í húsi SVFR í Elliðaárdal. "Er félagsmönnum sem sótt hafa um heimilt að vera viðstaddir dráttinn eftir því sem húsrúm leyfi," segir í tilkynningunni frá félaginu. Nákvæmlega eitt þúsund umsóknir voru um veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar. Þar af vilja 758 veiða fyrir hádegi en 242 sóttu um eftir hádegi.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Víðidalsá: 19 laxar og flestir á smáar flugur Veiði Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði 99 sm urriði í vorveiðinni í Ytri Rangá Veiði