Elektró-indí frá Árborg Björn Teitsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Blackout með Retrobot. Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira