Enn meira Eurovision Björn Teitsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Greta Salóme. In the Silence. Tónlist. Greta Salóme. In the Silence. Sena Greta Salóme varð skyndilega þjóðþekkt í byrjun ársins 2012 þegar hún kom tveimur lögum inn í hina íslensku forkeppni Eurovision. Annað þeirra, „Mundu eftir mér/Never Forget," fór síðan alla leið til Aserbaídsjan í lokakeppnina. In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision-sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Platan inniheldur tíu ný lög, en þar að auki fá bæði Eurovision-lög Gretu að fljóta með, lagið sem lenti í 20. sæti í Bakú í íslenskri sem enskri útgáfu. Þar fyrir utan eru allir textar á ensku en öll lög og allir textar eru eftir Gretu. Í viðtali fyrir útgáfu In the Silence, sem birtist á vef Senu, sagði Greta að hún hefði ákveðið „að fara í allt aðra átt" eftir Eurovision. Það er ekki auðséð hvað hún átti við með því, vegna þess að platan gæti þess vegna verið heil undankeppni í Eurovision! Lögin eru annað hvort ballöður (If You Wanna Go, a Thousand More Goodbyes, Coming Home Soon) eða lög í rólegri kantinum sem stækka síðan og stækka með tilheyrandi dramatískum strengjaútsetningum. Trommuleikurinn er einnig með áberandi „Euro-bíti" (backbít inn á 2 og 4), eða að minnsta kosti í þeim lögum sem fara ekki í ballöðuflokkinn. Að þessu sögðu þá liggur beint við að markhópurinn er Eurovision-aðdáendur. Fá þeir í raun allt sem þeir vilja á þessari plötu. Hér þarf sko að kreppa hnefann til að syngja með viðlögunum. Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í verkið – Gretu segir sjálf að platan hafi verið í vinnslu allt frá því í febrúar. Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærstan hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt. En fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Eurovision er hér á ferðinni plata sem er mun meiri umbúðir en innihald. Niðurstaða: Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki. Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Greta Salóme. In the Silence. Sena Greta Salóme varð skyndilega þjóðþekkt í byrjun ársins 2012 þegar hún kom tveimur lögum inn í hina íslensku forkeppni Eurovision. Annað þeirra, „Mundu eftir mér/Never Forget," fór síðan alla leið til Aserbaídsjan í lokakeppnina. In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision-sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Platan inniheldur tíu ný lög, en þar að auki fá bæði Eurovision-lög Gretu að fljóta með, lagið sem lenti í 20. sæti í Bakú í íslenskri sem enskri útgáfu. Þar fyrir utan eru allir textar á ensku en öll lög og allir textar eru eftir Gretu. Í viðtali fyrir útgáfu In the Silence, sem birtist á vef Senu, sagði Greta að hún hefði ákveðið „að fara í allt aðra átt" eftir Eurovision. Það er ekki auðséð hvað hún átti við með því, vegna þess að platan gæti þess vegna verið heil undankeppni í Eurovision! Lögin eru annað hvort ballöður (If You Wanna Go, a Thousand More Goodbyes, Coming Home Soon) eða lög í rólegri kantinum sem stækka síðan og stækka með tilheyrandi dramatískum strengjaútsetningum. Trommuleikurinn er einnig með áberandi „Euro-bíti" (backbít inn á 2 og 4), eða að minnsta kosti í þeim lögum sem fara ekki í ballöðuflokkinn. Að þessu sögðu þá liggur beint við að markhópurinn er Eurovision-aðdáendur. Fá þeir í raun allt sem þeir vilja á þessari plötu. Hér þarf sko að kreppa hnefann til að syngja með viðlögunum. Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í verkið – Gretu segir sjálf að platan hafi verið í vinnslu allt frá því í febrúar. Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærstan hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt. En fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Eurovision er hér á ferðinni plata sem er mun meiri umbúðir en innihald. Niðurstaða: Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki.
Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira