Leggur ekki árar í bát Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordicphotos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir. Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir.
Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira