Sækist eftir stöðu Borgarleikhússtjóra í Ósló Álfrún skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Bjarni Haukur Þórsson var hvattur af norskum vinum til að sækja um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í Ósló. fRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það sakar ekki að reyna. Er maður ekki alltaf að leita að áskorunum í lífinu?,“ segir leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sem er á lista yfir umsækjendur um stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Ósló, eða Oslo Nye Teater. Staðan er áhrifamikil í Noregi, enda er Borgarleikhúsið í Ósló eitt af fjórum stærstu leikhúsum landsins. Listi yfir umsækjendur var gerður opinber í byrjun vikunnar en 14 manns sækja um stöðuna. Bjarni er ekki ókunnur norska leiklistarbransanum því hann hefur meðal annars sett upp leiksýningar þar í landi. „Ég var hvattur af norskum vinum og kunningjum til að sækja um þessa stöðu, en ég er nú ekki vongóður um að verða ráðinn. Það eru ekki fordæmi fyrir því að útlendingur sé ráðinn í stöðu sem þessa,“ segir Bjarni Haukur, sem þessa dagana er með í bígerð framleiðslu kvikmyndar sem verður byggð á leikritinu Afanum eftir hann sjálfan. Borgarleikhúsið í Ósló hefur gengið í gegnum fjárhagsörðugleika undanfarið og ákveðin uppstokkun á sér stað innan leikhússins. Bjarni segir þær breytingar sem fram undan eru hjá leikhúsinu spennandi og hann sé tilbúinn að taka þátt í þeim ef þess er óskað. „Það eru breytingar í pípunum innan leikhússins sem gera starfið mjög áhugvert. Ég lauk MBA-prófi í fyrra og þetta starf er rökrétt framhald á því námi.“ Bjarni segist ekki kominn svo langt að hugsa hvað hann myndi gera yrði hann ráðinn. Samningurinn hljóðar upp fjögur ár og nýr leikhússtjóri tekur við í janúar 2014. Bjarni þekkir hins vegar vel til í Noregi og segist skilja norskuna ágætlega, en hann talar sænsku reiprennandi. „Ég ólst upp í Svíþjóð og maður kemst nokkuð langt á sænskunni í Noregi. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér núna svo ég hef lítið náð að hugsa um þetta, enda eru ekki miklar líkur á því að ég verði ráðinn. Við sjáum hvað setur.“ Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það sakar ekki að reyna. Er maður ekki alltaf að leita að áskorunum í lífinu?,“ segir leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sem er á lista yfir umsækjendur um stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Ósló, eða Oslo Nye Teater. Staðan er áhrifamikil í Noregi, enda er Borgarleikhúsið í Ósló eitt af fjórum stærstu leikhúsum landsins. Listi yfir umsækjendur var gerður opinber í byrjun vikunnar en 14 manns sækja um stöðuna. Bjarni er ekki ókunnur norska leiklistarbransanum því hann hefur meðal annars sett upp leiksýningar þar í landi. „Ég var hvattur af norskum vinum og kunningjum til að sækja um þessa stöðu, en ég er nú ekki vongóður um að verða ráðinn. Það eru ekki fordæmi fyrir því að útlendingur sé ráðinn í stöðu sem þessa,“ segir Bjarni Haukur, sem þessa dagana er með í bígerð framleiðslu kvikmyndar sem verður byggð á leikritinu Afanum eftir hann sjálfan. Borgarleikhúsið í Ósló hefur gengið í gegnum fjárhagsörðugleika undanfarið og ákveðin uppstokkun á sér stað innan leikhússins. Bjarni segir þær breytingar sem fram undan eru hjá leikhúsinu spennandi og hann sé tilbúinn að taka þátt í þeim ef þess er óskað. „Það eru breytingar í pípunum innan leikhússins sem gera starfið mjög áhugvert. Ég lauk MBA-prófi í fyrra og þetta starf er rökrétt framhald á því námi.“ Bjarni segist ekki kominn svo langt að hugsa hvað hann myndi gera yrði hann ráðinn. Samningurinn hljóðar upp fjögur ár og nýr leikhússtjóri tekur við í janúar 2014. Bjarni þekkir hins vegar vel til í Noregi og segist skilja norskuna ágætlega, en hann talar sænsku reiprennandi. „Ég ólst upp í Svíþjóð og maður kemst nokkuð langt á sænskunni í Noregi. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér núna svo ég hef lítið náð að hugsa um þetta, enda eru ekki miklar líkur á því að ég verði ráðinn. Við sjáum hvað setur.“
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira