Sækist eftir stöðu Borgarleikhússtjóra í Ósló Álfrún skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Bjarni Haukur Þórsson var hvattur af norskum vinum til að sækja um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í Ósló. fRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það sakar ekki að reyna. Er maður ekki alltaf að leita að áskorunum í lífinu?,“ segir leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sem er á lista yfir umsækjendur um stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Ósló, eða Oslo Nye Teater. Staðan er áhrifamikil í Noregi, enda er Borgarleikhúsið í Ósló eitt af fjórum stærstu leikhúsum landsins. Listi yfir umsækjendur var gerður opinber í byrjun vikunnar en 14 manns sækja um stöðuna. Bjarni er ekki ókunnur norska leiklistarbransanum því hann hefur meðal annars sett upp leiksýningar þar í landi. „Ég var hvattur af norskum vinum og kunningjum til að sækja um þessa stöðu, en ég er nú ekki vongóður um að verða ráðinn. Það eru ekki fordæmi fyrir því að útlendingur sé ráðinn í stöðu sem þessa,“ segir Bjarni Haukur, sem þessa dagana er með í bígerð framleiðslu kvikmyndar sem verður byggð á leikritinu Afanum eftir hann sjálfan. Borgarleikhúsið í Ósló hefur gengið í gegnum fjárhagsörðugleika undanfarið og ákveðin uppstokkun á sér stað innan leikhússins. Bjarni segir þær breytingar sem fram undan eru hjá leikhúsinu spennandi og hann sé tilbúinn að taka þátt í þeim ef þess er óskað. „Það eru breytingar í pípunum innan leikhússins sem gera starfið mjög áhugvert. Ég lauk MBA-prófi í fyrra og þetta starf er rökrétt framhald á því námi.“ Bjarni segist ekki kominn svo langt að hugsa hvað hann myndi gera yrði hann ráðinn. Samningurinn hljóðar upp fjögur ár og nýr leikhússtjóri tekur við í janúar 2014. Bjarni þekkir hins vegar vel til í Noregi og segist skilja norskuna ágætlega, en hann talar sænsku reiprennandi. „Ég ólst upp í Svíþjóð og maður kemst nokkuð langt á sænskunni í Noregi. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér núna svo ég hef lítið náð að hugsa um þetta, enda eru ekki miklar líkur á því að ég verði ráðinn. Við sjáum hvað setur.“ Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það sakar ekki að reyna. Er maður ekki alltaf að leita að áskorunum í lífinu?,“ segir leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bjarni Haukur Þórsson sem er á lista yfir umsækjendur um stöðu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið í Ósló, eða Oslo Nye Teater. Staðan er áhrifamikil í Noregi, enda er Borgarleikhúsið í Ósló eitt af fjórum stærstu leikhúsum landsins. Listi yfir umsækjendur var gerður opinber í byrjun vikunnar en 14 manns sækja um stöðuna. Bjarni er ekki ókunnur norska leiklistarbransanum því hann hefur meðal annars sett upp leiksýningar þar í landi. „Ég var hvattur af norskum vinum og kunningjum til að sækja um þessa stöðu, en ég er nú ekki vongóður um að verða ráðinn. Það eru ekki fordæmi fyrir því að útlendingur sé ráðinn í stöðu sem þessa,“ segir Bjarni Haukur, sem þessa dagana er með í bígerð framleiðslu kvikmyndar sem verður byggð á leikritinu Afanum eftir hann sjálfan. Borgarleikhúsið í Ósló hefur gengið í gegnum fjárhagsörðugleika undanfarið og ákveðin uppstokkun á sér stað innan leikhússins. Bjarni segir þær breytingar sem fram undan eru hjá leikhúsinu spennandi og hann sé tilbúinn að taka þátt í þeim ef þess er óskað. „Það eru breytingar í pípunum innan leikhússins sem gera starfið mjög áhugvert. Ég lauk MBA-prófi í fyrra og þetta starf er rökrétt framhald á því námi.“ Bjarni segist ekki kominn svo langt að hugsa hvað hann myndi gera yrði hann ráðinn. Samningurinn hljóðar upp fjögur ár og nýr leikhússtjóri tekur við í janúar 2014. Bjarni þekkir hins vegar vel til í Noregi og segist skilja norskuna ágætlega, en hann talar sænsku reiprennandi. „Ég ólst upp í Svíþjóð og maður kemst nokkuð langt á sænskunni í Noregi. Það er hins vegar nóg að gera hjá mér núna svo ég hef lítið náð að hugsa um þetta, enda eru ekki miklar líkur á því að ég verði ráðinn. Við sjáum hvað setur.“
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira