Gaf öll líffæri 12 ára sonar síns 24. nóvember 2012 10:00 Heiðbjört Ingvarsdóttir. Fréttablaðið/GVA Það var í rauninni ekkert flókið. Umræðan hafði komið upp og ég var búin að hugsa þetta. Ég veit ekki hvort ég hefði gert þetta fimmtán eða tuttugu árum fyrr, en það er svo margt sem hefur breyst í lífinu og kannski viðhorf okkar um leið. Ég held líka að ég hefði séð eftir því síðar," segir Heiðbjört Ingvarsdóttir, sem gaf öll líffæri sonar síns í kjölfar hörmulegs slyss.Lögum breytt í kjölfar slyssins Sonur Heiðbjartar, Valberg Gunnarsson, lést árið 1997, þá tólf ára gamall. Drengurinn var að hjóla í skólann án hjálms og varð fyrir bíl. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést á gjörgæslu þremur sólarhringum síðar. "Þetta var flokkað sem reiðhjólaslys þar sem hann var á hjóli. Löggjöf um notkun reiðhjólahjálma fyrir fjórtán ára og yngri var sett í kjölfar slyssins, en í sömu viku og sonur minn lést varð annar hjólandi drengur á svipuðu reki einnig fyrir bíl og hann var hjálmlaus. Sá drengur lifði af, en hann fór mjög illa út úr slysinu. Þeir lágu saman á spítalanum eftir slysin." Heiðbjört furðar sig þó á aldurstakmörkum laganna og finnst að eitt skuli yfir alla ganga. "Þessi lög eru frá árinu 1997 og hefur aldrei verið breytt. Þetta er nákvæmlega eins og að verða að festa barnið sitt í aftursæti á bíl en mega vera lausbeisluð sjálf. En hvað verður um barnið ef eitthvað kemur fyrir foreldrið?" Heiðbjört ákvað að gefa öll nýt líffæri úr syni sínum þegar ljóst var að hann kæmist ekki til meðvitundar. Þau voru öll flutt til Danmerkur. "Það var hægt að nota flest allt, en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið fór. Þetta hefur aldrei nokkurn tímann vafist fyrir mér eftir að hann dó. Ég hef aldrei hugsað að ég eigi eitthvað þarna úti eða hluti af honum sé þar. Það er ekkert hægt að flækja hlutina svoleiðis, því einhvern tímann verður þessu að ljúka," segir hún. "En það er óskaplegt að missa barnið sitt. Og ég þekki til þess því systir mín hefur tvisvar sinnum misst sín börn í bílslysum. Ég horfði á þau fara illa út úr sorginni sem fylgdi þeim slysum og ákvað því að reyna allt sem ég gat til að komast í gegnum mína eigin. En svo auðvitað brotnar maður niður."Tók ákvörðunina strax Eftir að ljóst var að Valberg kæmist aldrei aftur til meðvitundar var haldin kveðjustund á spítalanum fyrir hans nánustu. "Hann var aftengdur við vélarnar, en það var ljóst frá byrjun að hann myndi annaðhvort deyja eða yrði aldrei heill. Hjúkrunarfræðingurinn kom til mín og sagði mér að ég yrði spurð hvort ég vildi gefa úr honum líffærin, en ég var búin að taka ákvörðunina áður en nokkur læknir nefndi það við mig," segir hún. "Svo ég ræddi það við barnsföður minn, pabba hans, og hann tók því vel, eins og öll fjölskyldan. Ef einhver hefði ekki getað hugsað sér þetta þá hefði ég sennilega ekki látið verða af því, en ég fékk fullkominn stuðning." Efast um að lögin breytist Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um svokallað "ætlað samþykki" líffæragjafa. Núverandi lög um líffæragjafir gera ráð fyrir "ætlaðri neitun", það er að einstaklingur þarf sérstaklega að taka fram að hann vilji verða líffæragjafi við andlát sitt. Verði frumvarpið að lögum verða allir sjálfkrafa líffæragjafar nema hinn látni hafi látið í ljós vilja sinn til hins gagnstæða, eins og segir í greinargerð frumvarpsins. Neiti aðstandendur líffæragjöf við lát einstaklings skuli þó taka tillit til þeirrar óskar.Skoðanir verður að virða "Ég varð mér úti um gjafakort þegar ég fór á spítalann og það einfaldaði hlutina mikið. Ég held að það sé fullt af fólki sem er búið að taka þá ákvörðun að það vill verða líffæragjafi, en hefur aldrei komið því í verk að koma því á framfæri. Það ætti að gera það einfaldara fyrir fólk, annaðhvort með því að senda kortin heim til allra eða auðvelda ferlið á netinu með einu klikki," segir hún og bætir við að hún efist um að frumvarpið verði samþykkt á þinginu. "Það er í raun svo margt sem spilar inn í. Til dæmis trúarbrögð, sumir líta á þetta sem guðlast, og það verðum við líka að virða. Ég held að það sé ekki hægt að láta fólk taka svona ákvarðanir með lögum. Hver og einn verður að finna sína leið." Fréttir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Það var í rauninni ekkert flókið. Umræðan hafði komið upp og ég var búin að hugsa þetta. Ég veit ekki hvort ég hefði gert þetta fimmtán eða tuttugu árum fyrr, en það er svo margt sem hefur breyst í lífinu og kannski viðhorf okkar um leið. Ég held líka að ég hefði séð eftir því síðar," segir Heiðbjört Ingvarsdóttir, sem gaf öll líffæri sonar síns í kjölfar hörmulegs slyss.Lögum breytt í kjölfar slyssins Sonur Heiðbjartar, Valberg Gunnarsson, lést árið 1997, þá tólf ára gamall. Drengurinn var að hjóla í skólann án hjálms og varð fyrir bíl. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést á gjörgæslu þremur sólarhringum síðar. "Þetta var flokkað sem reiðhjólaslys þar sem hann var á hjóli. Löggjöf um notkun reiðhjólahjálma fyrir fjórtán ára og yngri var sett í kjölfar slyssins, en í sömu viku og sonur minn lést varð annar hjólandi drengur á svipuðu reki einnig fyrir bíl og hann var hjálmlaus. Sá drengur lifði af, en hann fór mjög illa út úr slysinu. Þeir lágu saman á spítalanum eftir slysin." Heiðbjört furðar sig þó á aldurstakmörkum laganna og finnst að eitt skuli yfir alla ganga. "Þessi lög eru frá árinu 1997 og hefur aldrei verið breytt. Þetta er nákvæmlega eins og að verða að festa barnið sitt í aftursæti á bíl en mega vera lausbeisluð sjálf. En hvað verður um barnið ef eitthvað kemur fyrir foreldrið?" Heiðbjört ákvað að gefa öll nýt líffæri úr syni sínum þegar ljóst var að hann kæmist ekki til meðvitundar. Þau voru öll flutt til Danmerkur. "Það var hægt að nota flest allt, en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið fór. Þetta hefur aldrei nokkurn tímann vafist fyrir mér eftir að hann dó. Ég hef aldrei hugsað að ég eigi eitthvað þarna úti eða hluti af honum sé þar. Það er ekkert hægt að flækja hlutina svoleiðis, því einhvern tímann verður þessu að ljúka," segir hún. "En það er óskaplegt að missa barnið sitt. Og ég þekki til þess því systir mín hefur tvisvar sinnum misst sín börn í bílslysum. Ég horfði á þau fara illa út úr sorginni sem fylgdi þeim slysum og ákvað því að reyna allt sem ég gat til að komast í gegnum mína eigin. En svo auðvitað brotnar maður niður."Tók ákvörðunina strax Eftir að ljóst var að Valberg kæmist aldrei aftur til meðvitundar var haldin kveðjustund á spítalanum fyrir hans nánustu. "Hann var aftengdur við vélarnar, en það var ljóst frá byrjun að hann myndi annaðhvort deyja eða yrði aldrei heill. Hjúkrunarfræðingurinn kom til mín og sagði mér að ég yrði spurð hvort ég vildi gefa úr honum líffærin, en ég var búin að taka ákvörðunina áður en nokkur læknir nefndi það við mig," segir hún. "Svo ég ræddi það við barnsföður minn, pabba hans, og hann tók því vel, eins og öll fjölskyldan. Ef einhver hefði ekki getað hugsað sér þetta þá hefði ég sennilega ekki látið verða af því, en ég fékk fullkominn stuðning." Efast um að lögin breytist Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um svokallað "ætlað samþykki" líffæragjafa. Núverandi lög um líffæragjafir gera ráð fyrir "ætlaðri neitun", það er að einstaklingur þarf sérstaklega að taka fram að hann vilji verða líffæragjafi við andlát sitt. Verði frumvarpið að lögum verða allir sjálfkrafa líffæragjafar nema hinn látni hafi látið í ljós vilja sinn til hins gagnstæða, eins og segir í greinargerð frumvarpsins. Neiti aðstandendur líffæragjöf við lát einstaklings skuli þó taka tillit til þeirrar óskar.Skoðanir verður að virða "Ég varð mér úti um gjafakort þegar ég fór á spítalann og það einfaldaði hlutina mikið. Ég held að það sé fullt af fólki sem er búið að taka þá ákvörðun að það vill verða líffæragjafi, en hefur aldrei komið því í verk að koma því á framfæri. Það ætti að gera það einfaldara fyrir fólk, annaðhvort með því að senda kortin heim til allra eða auðvelda ferlið á netinu með einu klikki," segir hún og bætir við að hún efist um að frumvarpið verði samþykkt á þinginu. "Það er í raun svo margt sem spilar inn í. Til dæmis trúarbrögð, sumir líta á þetta sem guðlast, og það verðum við líka að virða. Ég held að það sé ekki hægt að láta fólk taka svona ákvarðanir með lögum. Hver og einn verður að finna sína leið."
Fréttir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira