Léttleikandi popp frá Elízu Trausti Júlíusson skrifar 23. nóvember 2012 00:01 Elíza Newman Heimþrá Geimsteinn Heimþrá er þriðja plata Elízu Newman og sú fyrsta sem er með íslenskum textum. Áður var Elíza auðvitað í hinni stórgóðu sveit Kolrössu krókríðandi, sem breyttist í Bellatrix þegar hún fór að vekja athygli erlendis, og svo eftir það í hljómsveitinni Scandinavia. Tónlistin á sólóplötum Elízu, Empire Fall (2007), Pie in the Sky (2009) og nýju plötunni Heimþrá, er um margt lík, enda sami lagahöfundurinn. Samt er augljós þróun í gangi. Á fyrstu plötunni var indírokk, á plötu númer tvö var bjartari og léttari stemning, þá vék rafmagnsgítarinn að miklu leyti fyrir hljóðfærum eins og úkúlele, píanói og klukkuspili. Á nýju plötunni er poppþróunin tekin enn þá lengra. Á henni er léttleikandi tónlist spiluð á hefðbundin popphljóðfæri. Létt yfirbragð tónlistarinnar er svo undirstrikað í lok viðlagsins í laginu Stjörnuryk: „Lífið er stutt, reynum að njóta þess." Lögin eru samt ekki öll í þessum gleðipoppsstíl, eitt besta lag plötunnar, lokalagið Vetrarmávur, er t.d. hægt og stemningsfullt. Elíza semur sjálf öll lög plötunnar og meirihluta textanna, en fjögur laganna eru við ljóð íslenskra skálda. Elíza er ágætis lagasmiður. Hún hefur næmt eyra fyrir melódíu. Það eru nokkrir smellir á plötunni, m.a. Stjörnuryk, Hver vill ást? og Rispuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, en platan er samt svolítið mistæk. Bestu lögin eru þó mjög góð. Þetta er ágætis poppplata sem ætti að geta stækkað áheyrendahóp Elízu Newman. Niðurstaða: Stjörnuryk, Hver vill ást? og fleiri poppsmellir frá fyrrum Kolrössu. Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Elíza Newman Heimþrá Geimsteinn Heimþrá er þriðja plata Elízu Newman og sú fyrsta sem er með íslenskum textum. Áður var Elíza auðvitað í hinni stórgóðu sveit Kolrössu krókríðandi, sem breyttist í Bellatrix þegar hún fór að vekja athygli erlendis, og svo eftir það í hljómsveitinni Scandinavia. Tónlistin á sólóplötum Elízu, Empire Fall (2007), Pie in the Sky (2009) og nýju plötunni Heimþrá, er um margt lík, enda sami lagahöfundurinn. Samt er augljós þróun í gangi. Á fyrstu plötunni var indírokk, á plötu númer tvö var bjartari og léttari stemning, þá vék rafmagnsgítarinn að miklu leyti fyrir hljóðfærum eins og úkúlele, píanói og klukkuspili. Á nýju plötunni er poppþróunin tekin enn þá lengra. Á henni er léttleikandi tónlist spiluð á hefðbundin popphljóðfæri. Létt yfirbragð tónlistarinnar er svo undirstrikað í lok viðlagsins í laginu Stjörnuryk: „Lífið er stutt, reynum að njóta þess." Lögin eru samt ekki öll í þessum gleðipoppsstíl, eitt besta lag plötunnar, lokalagið Vetrarmávur, er t.d. hægt og stemningsfullt. Elíza semur sjálf öll lög plötunnar og meirihluta textanna, en fjögur laganna eru við ljóð íslenskra skálda. Elíza er ágætis lagasmiður. Hún hefur næmt eyra fyrir melódíu. Það eru nokkrir smellir á plötunni, m.a. Stjörnuryk, Hver vill ást? og Rispuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, en platan er samt svolítið mistæk. Bestu lögin eru þó mjög góð. Þetta er ágætis poppplata sem ætti að geta stækkað áheyrendahóp Elízu Newman. Niðurstaða: Stjörnuryk, Hver vill ást? og fleiri poppsmellir frá fyrrum Kolrössu.
Gagnrýni Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira