Farið fram á þunga dóma stigur@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 09:00 Langt og strangt Dómarar málsins eiga mikið verk fyrir höndum næstu fjórar vikur. Þessa mynd teiknaði Halldór Baldursson af þeim á þriðjudag. „Því miður er ég hræddur um að það sé búið að ákveða þennan dóm fyrir löngu síðan og það sé bara formsatriði að halda þessi réttarhöld," sagði Annþór Kristján Karlsson þegar honum gafst tækifæri til að ávarpa dóminn í blálokin á eigin réttarhöldum undir kvöld í gær. Annþór er ákærður ásamt Berki Birgissyni og átta öðrum fyrir þrjár líkamsárásir, frelsissviptingar og fjárkúgun. Saksóknari og verjendur fluttu mál sitt í allan gærdag, en í lokin fengu Annþór og Börkur að ávarpa dóminn að eigin ósk. Annþór lýsti þeirri skoðun sinni að málið allt væri atlaga að honum. „Lögregla og aðrir glæpamenn – ég lít á mig sem glæpamann, hef verið glæpamaður í mörg ár – eru búnir að biðja menn að bera ljúgvitni gegn mér," sagði hann. Þá gagnrýndi hann það sem hann kallaði „fíaskó" við flutning hans og Barkar til og frá réttarsölum. „Það er búið að búa til eitthvað „show" eins og við séum alveg svaðalega hættulegir," sagði hann, og bætti við að sjálfur hefði hann ekkert gert sem gæfi tilefni til þess og að Börkur hefði bara hrækt í átt að dómara. „Ég sé ekki alveg ofbeldið í því," sagði Annþór. „Mig langar að lýsa yfir ánægju með það að allir þeir sem hafa borið mig röngum sökum skuli hafa dregið framburð sinn til baka," sagði Börkur. Þess ber að geta að saksóknari heldur því fram að sá breytti framburður helgist af hótunum Annþórs og Barkar í þeirra garð. Báðir hafa þeir sagst að langmestu leyti saklausir og halda því fram að lögregla hafi falsað skýrslur. Og Börkur bætti um betur í gær: „Lögreglan er búin að hvetja og kúga veikgeðja einstaklinga til að bera ljúgvitni gegn mér." Þá kvaðst hann ætla að birta upptökur af vitnaskýrslum sem hann fékk afhentar fyrir mistök á netinu sem staðfestingu á óheiðarlegum vinnubrögðum lögreglu. Hann sagðist hafa setið saklaus í fangelsi í átta mánuði vegna málsins, vitnaði í stjórnarskrárákvæðið um að allir menn væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð og lauk ræðu sinni á þennan hátt:. „Af hverju á þetta ákvæði ekki við um mig?" Það var sækjandi málsins, Karl Ingi Vilbergsson, sem hóf gærdaginn á málflutningi sínum. Hann sagði framburð Annþórs og Barkar mjög ótrúverðugan og benti á að nánast allir sem tengdust málunum sem til umfjöllunar eru væru mjög óttaslegnir við þá. Því næst fór Karl Ingi yfir refsikröfurnar í málinu. Hann fór fram á átta ára fangelsi yfir Annþóri og sjö ára yfir Berki, með vísan til mikils brotaferils þeirra. Hann krafðist tveggja til þriggja og hálfs árs fangelsis yfir flestum hinna, og hálfs árs fangelsis yfir einum. Verjendurnir tíu tóku við af Karli Inga og töluðu máli skjólstæðinga sinna. Allir voru þeir sammála um að rannsókn lögreglu hefði verið áfátt, jafnvel svo mjög að það ætti að varða frávísun málsins. Lengst töluðu Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs, og Ingi Freyr Ágústsson, verjandi Barkar. Þeir töldu augljóst að lögregla hefði ekki gætt hlutlægni við rannsókn málsins. Hún hefði nær öll beinst að skjólstæðingum þeirra. „Það er eins og það sé verið að reyna að negla þá tvo – ekki hina," sagði Guðmundur, sem sagði til dæmis að það væri „algjör firra" að ætla að sakfella Annþór fyrir árás í Háholti í Mosfellsbæ sem níu sakborninganna eru ákærðir fyrir. „Málið er allt með ólíkindum," samsinnti Ingi Freyr. Allt væri gert til að varpa sök á Annþór og Börk og sumu úr framburði vitna og sakborninga væri „sópað undir teppið" í þeim tilgangi. Að öllu loknu var málið dómtekið. Dómur fellur líklega innan fjögurra vikna. Fréttir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
„Því miður er ég hræddur um að það sé búið að ákveða þennan dóm fyrir löngu síðan og það sé bara formsatriði að halda þessi réttarhöld," sagði Annþór Kristján Karlsson þegar honum gafst tækifæri til að ávarpa dóminn í blálokin á eigin réttarhöldum undir kvöld í gær. Annþór er ákærður ásamt Berki Birgissyni og átta öðrum fyrir þrjár líkamsárásir, frelsissviptingar og fjárkúgun. Saksóknari og verjendur fluttu mál sitt í allan gærdag, en í lokin fengu Annþór og Börkur að ávarpa dóminn að eigin ósk. Annþór lýsti þeirri skoðun sinni að málið allt væri atlaga að honum. „Lögregla og aðrir glæpamenn – ég lít á mig sem glæpamann, hef verið glæpamaður í mörg ár – eru búnir að biðja menn að bera ljúgvitni gegn mér," sagði hann. Þá gagnrýndi hann það sem hann kallaði „fíaskó" við flutning hans og Barkar til og frá réttarsölum. „Það er búið að búa til eitthvað „show" eins og við séum alveg svaðalega hættulegir," sagði hann, og bætti við að sjálfur hefði hann ekkert gert sem gæfi tilefni til þess og að Börkur hefði bara hrækt í átt að dómara. „Ég sé ekki alveg ofbeldið í því," sagði Annþór. „Mig langar að lýsa yfir ánægju með það að allir þeir sem hafa borið mig röngum sökum skuli hafa dregið framburð sinn til baka," sagði Börkur. Þess ber að geta að saksóknari heldur því fram að sá breytti framburður helgist af hótunum Annþórs og Barkar í þeirra garð. Báðir hafa þeir sagst að langmestu leyti saklausir og halda því fram að lögregla hafi falsað skýrslur. Og Börkur bætti um betur í gær: „Lögreglan er búin að hvetja og kúga veikgeðja einstaklinga til að bera ljúgvitni gegn mér." Þá kvaðst hann ætla að birta upptökur af vitnaskýrslum sem hann fékk afhentar fyrir mistök á netinu sem staðfestingu á óheiðarlegum vinnubrögðum lögreglu. Hann sagðist hafa setið saklaus í fangelsi í átta mánuði vegna málsins, vitnaði í stjórnarskrárákvæðið um að allir menn væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð og lauk ræðu sinni á þennan hátt:. „Af hverju á þetta ákvæði ekki við um mig?" Það var sækjandi málsins, Karl Ingi Vilbergsson, sem hóf gærdaginn á málflutningi sínum. Hann sagði framburð Annþórs og Barkar mjög ótrúverðugan og benti á að nánast allir sem tengdust málunum sem til umfjöllunar eru væru mjög óttaslegnir við þá. Því næst fór Karl Ingi yfir refsikröfurnar í málinu. Hann fór fram á átta ára fangelsi yfir Annþóri og sjö ára yfir Berki, með vísan til mikils brotaferils þeirra. Hann krafðist tveggja til þriggja og hálfs árs fangelsis yfir flestum hinna, og hálfs árs fangelsis yfir einum. Verjendurnir tíu tóku við af Karli Inga og töluðu máli skjólstæðinga sinna. Allir voru þeir sammála um að rannsókn lögreglu hefði verið áfátt, jafnvel svo mjög að það ætti að varða frávísun málsins. Lengst töluðu Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs, og Ingi Freyr Ágústsson, verjandi Barkar. Þeir töldu augljóst að lögregla hefði ekki gætt hlutlægni við rannsókn málsins. Hún hefði nær öll beinst að skjólstæðingum þeirra. „Það er eins og það sé verið að reyna að negla þá tvo – ekki hina," sagði Guðmundur, sem sagði til dæmis að það væri „algjör firra" að ætla að sakfella Annþór fyrir árás í Háholti í Mosfellsbæ sem níu sakborninganna eru ákærðir fyrir. „Málið er allt með ólíkindum," samsinnti Ingi Freyr. Allt væri gert til að varpa sök á Annþór og Börk og sumu úr framburði vitna og sakborninga væri „sópað undir teppið" í þeim tilgangi. Að öllu loknu var málið dómtekið. Dómur fellur líklega innan fjögurra vikna.
Fréttir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira