Gögn hækka bætur til þolenda ofbeldis sunna@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu. Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu.
Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira