Fínasta tæknópopp Trausti Júlíusson skrifar 15. nóvember 2012 00:01 Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton Gagnrýni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton
Gagnrýni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira