Veiðin 2012: "Menn orðnir góðu vanir" 11. nóvember 2012 14:00 „Það eru miklu meiri líkur á því að veiðin muni skána á milli ára en var síðasta vor. Veiðin var einfaldlega það afleit í sumar," segir Þorsteinn Þorsteinsson, á Skálpastöðum, þegar hann er beðinn að meta stöðuna í stangveiðinni í lok vertíðar. Þorsteinn, sem er eldri en tvævetur þegar kemur að veiði, man ekki eftir því að veiðimenn hafi brugðist jafn hastarlega við veiðibresti eins og eftir sumarið. Það geti einfaldlega markast af því að breytingarnar hafi ekki áður verið jafn miklar á milli ára. Menn hafi verið orðnir góðu vanir þegar aflabresturinn skall á í sumar. Hann telur ekki líklegt að leigutakar nái árangri við að snúa niður leigu, gagnvart veiðiréttarhöfum, enda samningar á borðinu. Þorsteinn telur að veiðimenn muni bíða sumarsins í von um að krækja í leyfi á útsöluverði. „En eitthvað segir mér að menn ættu að tryggja sér leyfi eins og þeir eru vanir."svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði
„Það eru miklu meiri líkur á því að veiðin muni skána á milli ára en var síðasta vor. Veiðin var einfaldlega það afleit í sumar," segir Þorsteinn Þorsteinsson, á Skálpastöðum, þegar hann er beðinn að meta stöðuna í stangveiðinni í lok vertíðar. Þorsteinn, sem er eldri en tvævetur þegar kemur að veiði, man ekki eftir því að veiðimenn hafi brugðist jafn hastarlega við veiðibresti eins og eftir sumarið. Það geti einfaldlega markast af því að breytingarnar hafi ekki áður verið jafn miklar á milli ára. Menn hafi verið orðnir góðu vanir þegar aflabresturinn skall á í sumar. Hann telur ekki líklegt að leigutakar nái árangri við að snúa niður leigu, gagnvart veiðiréttarhöfum, enda samningar á borðinu. Þorsteinn telur að veiðimenn muni bíða sumarsins í von um að krækja í leyfi á útsöluverði. „En eitthvað segir mér að menn ættu að tryggja sér leyfi eins og þeir eru vanir."svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði