Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax" 11. nóvember 2012 11:00 Orri Vigfússon Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði
Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði