Synd og skömm Svavar Hávarðsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Ofbeldi getur tekið á sig alls konar myndir. Við heyrum sögur á hverjum degi; þær eru okkur oftast óviðkomandi og fátt hægt að gera annað en að fordæma verknaðinn í hljóðlátri reiði. Stundum er öllum samt svo ofboðið að þeir geta ekki orða bundist, enda er þá verknaðurinn með slíkum ólíkindum að fagfólk er ráðið til að rannsaka málið í smáatriðum og senda frá sér skýrslur. Ein slík var birt á dögunum og hver sá sem kynnir sér efni hennar hlýtur að velta fyrir sér hversu langt er hægt að ganga í að meiða aðra og komast upp með það. Meiða börn. Spurningarnar sem vakna eru fjölmargar og snúast ekki síst um hver vissi hvað og hvenær. Hverjir tóku heiður hússins umfram grundvallarréttindi hóps barna og ungmenna og létu ofbeldið líðast, sem var kerfisbundið að því að verður best séð og viðgekkst í krafti óskoraðs valds? Þegar við erum minnt á glæpi fortíðarinnar er kannski ekki margt annað að gera en að hugsa til framtíðar. Á sama tíma og við verðum að treysta því að allt verði gert til að rétta hlut þeirra sem hefur verið brotið á í fortíðinni, þá verðum við að reyna að fækka þolendum ofbeldis í dag og á morgun. Þetta er ekkert einfalt mál, en tækifærin til þess að leggja sitt á vogarskálarnar eru oft og tíðum ekki langt undan. Á morgun verður í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti og við erum sem samfélag hvött til að standa saman gegn þessu meini í samfélaginu, ekki síst í skólunum og á vinnustöðum. Kerfisbundin misnotkun valds á sér nefnilega stað allt í kringum okkur og er ein af skilgreiningum eineltis. En þetta veistu. Getur einhver í sannleika sagt að hann þekki ekki dæmi um einelti? Hversu mörg okkar hafa orðið fyrir einelti eða beitt þessu mannskemmandi ofbeldi? Já, eða staðið hjá lömuð af ótta við að verða næst? Það er kannski langt síðan það var, en breytir því samt ekki að á hverjum degi er einhver í þessum sporum og oftast þeir sem geta ekki borið hendi fyrir höfuð sér; eins og níðingurinn veit manna best. Kannski vill einhver halda því fram að það sé óviðeigandi að minna á baráttudag gegn einelti í samhengi við glæpina sem fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Ég held ekki, því allt er þetta sprottið af sama meiði og hverfist um það sama: Synd og skömm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ofbeldi getur tekið á sig alls konar myndir. Við heyrum sögur á hverjum degi; þær eru okkur oftast óviðkomandi og fátt hægt að gera annað en að fordæma verknaðinn í hljóðlátri reiði. Stundum er öllum samt svo ofboðið að þeir geta ekki orða bundist, enda er þá verknaðurinn með slíkum ólíkindum að fagfólk er ráðið til að rannsaka málið í smáatriðum og senda frá sér skýrslur. Ein slík var birt á dögunum og hver sá sem kynnir sér efni hennar hlýtur að velta fyrir sér hversu langt er hægt að ganga í að meiða aðra og komast upp með það. Meiða börn. Spurningarnar sem vakna eru fjölmargar og snúast ekki síst um hver vissi hvað og hvenær. Hverjir tóku heiður hússins umfram grundvallarréttindi hóps barna og ungmenna og létu ofbeldið líðast, sem var kerfisbundið að því að verður best séð og viðgekkst í krafti óskoraðs valds? Þegar við erum minnt á glæpi fortíðarinnar er kannski ekki margt annað að gera en að hugsa til framtíðar. Á sama tíma og við verðum að treysta því að allt verði gert til að rétta hlut þeirra sem hefur verið brotið á í fortíðinni, þá verðum við að reyna að fækka þolendum ofbeldis í dag og á morgun. Þetta er ekkert einfalt mál, en tækifærin til þess að leggja sitt á vogarskálarnar eru oft og tíðum ekki langt undan. Á morgun verður í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti og við erum sem samfélag hvött til að standa saman gegn þessu meini í samfélaginu, ekki síst í skólunum og á vinnustöðum. Kerfisbundin misnotkun valds á sér nefnilega stað allt í kringum okkur og er ein af skilgreiningum eineltis. En þetta veistu. Getur einhver í sannleika sagt að hann þekki ekki dæmi um einelti? Hversu mörg okkar hafa orðið fyrir einelti eða beitt þessu mannskemmandi ofbeldi? Já, eða staðið hjá lömuð af ótta við að verða næst? Það er kannski langt síðan það var, en breytir því samt ekki að á hverjum degi er einhver í þessum sporum og oftast þeir sem geta ekki borið hendi fyrir höfuð sér; eins og níðingurinn veit manna best. Kannski vill einhver halda því fram að það sé óviðeigandi að minna á baráttudag gegn einelti í samhengi við glæpina sem fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Ég held ekki, því allt er þetta sprottið af sama meiði og hverfist um það sama: Synd og skömm.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun