Fjölskrúðugt indípopp Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2012 00:00 Born To Be Free með Borko. Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu. Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu.
Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira