Áhyggjufulli unglingurinn Atli Viðar Bragason skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kristín er 14 ára gömul stúlka. Hún hefur áhyggjur af flestu sem hún þarf að gera. Aðallega finnur hún fyrir óöryggi í nýjum aðstæðum og þolir illa óvissu í daglegu lífi. Hún hefur fyrirfram áhyggjur af atburðum sem eru í vændum. Áður en Kristín fer í skólann kvartar hún reglulega undan magaverk. Í skólanum hefur hún áhyggjur af því að gera mistök, vera sein eða lenda í vandræðum. Hegðun hennar er til fyrirmyndar í skólanum og lætur hún lítið fara fyrir sér. Öll verkefni í skólanum þurfa að vera fullkomin og vinnur hún hörðum höndum að þeim. Hún sækist stöðugt eftir hughreystingu frá foreldrum sínum og spyr endurtekið eins og: Hvað gerist ef ég kem of seint? eða hvað ef ég svara spurningum í tíma vitlaust? Flestir unglingar finna af og til fyrir kvíða eða áhyggjum í sínu daglega lífi. Kvíðinn getur komið fram í mismunandi aðstæðum. Til dæmis þegar á að fara í próf, hitta aðra, mæta í félagsmiðstöðina, keppa í íþróttum, lesa upp verkefni í tímum, mæta á fyrsta degi í skólann eða bara þegar legið er uppi í sófa. Hóflegur kvíði er eðlileg tilfinning sem getur í mörgum tilvikum hjálpað fólki að takast á við aðstæður og ýtt undir að það nái árangri. Til dæmis getur hóflegur kvíði reynst gagnlegur til þess að leggja nægilega mikið á sig í undirbúningi fyrir próf. Flestir takast á við kvíða og leysa úr honum án sérstakrar aðstoðar. Þetta á við jafnt um unglinga sem fullorðna. Sumir unglingar, eins og Kristín, glíma hins vegar við of mikinn kvíða sem hamlar þeim í daglegu lífi. Talið er að um 10-13% barna glími við hamlandi kvíða. Það þýðir að í hverjum bekk eru u.þ.b. tveir unglingar sem glíma við kvíðavanda. Hamlandi kvíði getur birst í stöðugum áhyggjum af öllu og engu. Áhyggjur geta haft veruleg áhrif á hegðun og líðan og skert lífsgæði til lengri tíma. Þegar um er að ræða of mikinn kvíða þá óttast unglingurinn að eitthvað fari úrskeiðis eða hætta steðji að. Það er einkennandi fyrir einstaklinga sem glíma við kvíða að þeir telja sig ekki hafa færni eða bjargráð til að takast á við það sem þeir óttast. Þegar unglingurinn forðast æ oftar aðstæður sem vekja kvíða þá er kvíðinn orðinn hamlandi. Það sem býr að baki hamlandi kvíða er samspil nokkurra þátta. Þar á meðal eru hugsanir, hegðun og líkamleg einkenni. Hugsunin einkennist oft af áhyggjum af einhverju sem gæti mögulega gerst eða endað illa. Það gæti til dæmis tengst því að standa sig illa á prófi, mismæla sig fyrir framan aðra, gera mistök, taka ranga ákvörðun eða það að eitthvað slæmt komi fyrir fjölskyldumeðlim. Sumir verða mjög áhyggjufullir þegar foreldrar eru fjarri þeim (t.d. í ferðalagi) og ímynda sér jafnvel að þeir séu í hættu. Það getur leitt til þess að unglingurinn hringi stöðugt í foreldra sína til að athuga með þá og leiti eftir hughreystingu um að allt sé í lagi. Þessu geta fylgt líkamleg einkenni á borð við magaverk og öran hjartslátt. Sumir bregðast við með því að verða pirraðir eða reiðir ef foreldrarnir svara ekki símanum eða láta ekki vita af sér. Fyrir foreldra er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef unglingurinn þeirra glímir við of mikinn kvíða sem er ómeðhöndlaður til lengri tíma þá getur það leitt til verulegrar vanlíðunar, bæði á unglingsárum og síðar meir. Kvíðinn getur truflað myndun vináttutengsla, frammistöðu í námi, dregið úr almennri gleði og sjálfstrausti unglingsins. Margir þeirra sem eru haldnir kvíðaröskun á fullorðinsárum greina frá því að hafa verið kvíðnir sem unglingar. Þegar gripið er snemma inn í vandann má oft snúa þessari þróun við. Rannsóknir sýna að árangur hugrænnar atferlismeðferðar við kvíða barna og unglinga er góður. Í hugrænni atferlismeðferð fær viðkomandi fræðslu um kvíða og hjálp til að takast á við áhyggjur og ótta skref fyrir skref. Fræðsla til foreldra og þátttaka þeirra í meðferð skiptir einnig máli þar sem þeir standa unglingunum næst. Mikilvægt er fyrir foreldra að hvetja unglinginn sinn til að takast á við kvíðann og hjálpa honum að leita leiða til þess. Fyrsta skrefið er að spyrja hann út í kvíðann. Þannig fást fram hverjar eru hugsanirnar á bak við kvíðann. Gott er að spyrja spurninga á borð við: Hvað er það sem þú óttast að geti gerst? Þegar það liggur fyrir er hægt að skoða óttann nánar og takast á við hann. Í hvert sinn sem unglingurinn tekst á við ótta sinn öðlast hann um leið aukinn styrk, hugrekki og sjálfsöryggi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun