Messi brýtur niður markamúra 29. október 2012 08:00 Messi fagnar hér 300. markinu um helgina. Hann lætur sér fátt um finnast og segir að það eina sem skipti máli sé gengi liðsins.nordicphotos/getty Lionel Messi er engum líkur. Hann skoraði tvö mörk gegn Rayo Vallecano um helgina. Það voru mörk númer 300 og 301 hjá þessum ótrúlega leikmanni. Hann er búinn að skora þessi rúmlega 300 mörk í aðeins 419 leikjum. 270 mörk komu í leik með Barcelona og 31 með argentínska landsliðinu. 246 mörk voru skoruð með hinum fræga vinstri fæti hans. 41 mark er skorað með hægri fæti. 12 sinnum skallaði Messi í netið, hann hefur skorað eitt mark með búknum og svo eitt ólöglegt mark með hendinni. Þessi litli snillingur, sem er aðeins 169 sentimetrar á hæð, er nú búinn að skora 73 mörk á þessu ári. Brasilíumaðurinn Pelé skoraði mest 75 mörk á einu ári en það gerði hann árið 1959. Þjóðverjinn Gerd Müller á þó markametið fyrir eitt ár en það er 85 mörk og sett árið 1972. „Að slá þetta met hans Pelé er það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Við unnum erfiðan útileik og það er það eina sem skiptir máli," sagði hinn hógværi Messi sem er ávallt auðmýktin uppmáluð og stígur ekki feilspor utan vallar frekar en innan hans. Mörkin eru orðin 44 í spænsku deildinni á þessu ári en Cristiano Ronaldo átti metið. Það voru 43 mörk og sett á síðasta ári. Messi fær gullskóinn í dag þar sem hann var markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum. Án þeirra gæti ég aldrei hafa náð þessum árangri," bætti hinn lítilláti Messi við. Síðasta tímabil var lyginni líkast hjá Argentínumanninum en hann hefur ekki slegið slöku við í vetur. Hann er þegar búinn að skora 17 mörk í 14 leikjum í vetur. Hann er þess utan búinn að leggja upp sex mörk en Cristiano Ronaldo á enn eftir að leggja upp mark á þessari leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Lionel Messi er engum líkur. Hann skoraði tvö mörk gegn Rayo Vallecano um helgina. Það voru mörk númer 300 og 301 hjá þessum ótrúlega leikmanni. Hann er búinn að skora þessi rúmlega 300 mörk í aðeins 419 leikjum. 270 mörk komu í leik með Barcelona og 31 með argentínska landsliðinu. 246 mörk voru skoruð með hinum fræga vinstri fæti hans. 41 mark er skorað með hægri fæti. 12 sinnum skallaði Messi í netið, hann hefur skorað eitt mark með búknum og svo eitt ólöglegt mark með hendinni. Þessi litli snillingur, sem er aðeins 169 sentimetrar á hæð, er nú búinn að skora 73 mörk á þessu ári. Brasilíumaðurinn Pelé skoraði mest 75 mörk á einu ári en það gerði hann árið 1959. Þjóðverjinn Gerd Müller á þó markametið fyrir eitt ár en það er 85 mörk og sett árið 1972. „Að slá þetta met hans Pelé er það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Við unnum erfiðan útileik og það er það eina sem skiptir máli," sagði hinn hógværi Messi sem er ávallt auðmýktin uppmáluð og stígur ekki feilspor utan vallar frekar en innan hans. Mörkin eru orðin 44 í spænsku deildinni á þessu ári en Cristiano Ronaldo átti metið. Það voru 43 mörk og sett á síðasta ári. Messi fær gullskóinn í dag þar sem hann var markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum. Án þeirra gæti ég aldrei hafa náð þessum árangri," bætti hinn lítilláti Messi við. Síðasta tímabil var lyginni líkast hjá Argentínumanninum en hann hefur ekki slegið slöku við í vetur. Hann er þegar búinn að skora 17 mörk í 14 leikjum í vetur. Hann er þess utan búinn að leggja upp sex mörk en Cristiano Ronaldo á enn eftir að leggja upp mark á þessari leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira