Siðmennt en ekki Kárahnjúkar 25. október 2012 06:00 Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal. Í því sambandi eru síðan nefnd mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu Símans, bankanna og grunnvatnsins, hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu varð þrautalendingin stundum sú að reyna að skjóta málum á frest og skapa þannig ráðrúm til almennrar umræðu í þjóðfélaginu, mætti hún verða til að koma í veg fyrir hið óumflýjanlega í atkvæðagreiðslu á Alþingi, þar sem úrslitin réðust oftar en ekki af flokksaga. Málþóf og tafir er vissulega umdeilanleg baráttuaðferð og eftir því sem þingmenn verða sjálfstæðari í skoðunum og vinnubrögðum mun hún án efa úreldast. Vonandi. En nú hefur komið vel á vondan því nú hendir það mig eins og forvera mína á ráðherrastóli að mál sem ég hef lagt fram komast ekki til endanlegrar afgreiðslu. Eitt slíkt mál er frumvarp um lífsskoðunarfélög, lagaheimild til að virða tilverurétt félags á borð við Siðmennt, til jafns við trúfélög. Andstæðingar þessa frumvarps hafa hingað til komið í veg fyrir að það komi til atkvæðagreiðslu. Viðurkenning á lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt gengur ekki á rétt nokkurs manns til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Um er að ræða að jafna stöðu fólks sem kýs sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Mér hefur þótt það bera vott um víðsýni ýmissa leiðandi aðila innan Þjóðkirkjunnar að styðja þetta frumvarp og þar með viðurkenningu á Siðmennt og því góða starfi sem þar er unnið. Ætli menn að koma í veg fyrir að lífsskoðunarfélög geti öðlast viðurkenningu til jafns við trúfélög þá verða hinir sömu að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni og þeim hagsmunum sem eru í húfi. Siðmennt er hvorki Kárahnjúkar né bankaeinkavæðing. Siðmennt hefur uppskorið almenna viðurkenningu og virðingu. Jákvæð afstaða til uppbyggilegra lífsskoðunarfélaga ætti að eiga hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkum. Á það þarf að láta reyna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í því að koma í veg fyrir einmitt þetta með langri og stundum óbilgjarnri umræðu í þingsal. Í því sambandi eru síðan nefnd mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu Símans, bankanna og grunnvatnsins, hlutafélagsvæðingu Ríkisútvarpsins og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu varð þrautalendingin stundum sú að reyna að skjóta málum á frest og skapa þannig ráðrúm til almennrar umræðu í þjóðfélaginu, mætti hún verða til að koma í veg fyrir hið óumflýjanlega í atkvæðagreiðslu á Alþingi, þar sem úrslitin réðust oftar en ekki af flokksaga. Málþóf og tafir er vissulega umdeilanleg baráttuaðferð og eftir því sem þingmenn verða sjálfstæðari í skoðunum og vinnubrögðum mun hún án efa úreldast. Vonandi. En nú hefur komið vel á vondan því nú hendir það mig eins og forvera mína á ráðherrastóli að mál sem ég hef lagt fram komast ekki til endanlegrar afgreiðslu. Eitt slíkt mál er frumvarp um lífsskoðunarfélög, lagaheimild til að virða tilverurétt félags á borð við Siðmennt, til jafns við trúfélög. Andstæðingar þessa frumvarps hafa hingað til komið í veg fyrir að það komi til atkvæðagreiðslu. Viðurkenning á lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt gengur ekki á rétt nokkurs manns til að velja sér trú, trúarbrögð eða trúleysi. Um er að ræða að jafna stöðu fólks sem kýs sér mismunandi vettvang fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og andlega þekkingarleit. Mér hefur þótt það bera vott um víðsýni ýmissa leiðandi aðila innan Þjóðkirkjunnar að styðja þetta frumvarp og þar með viðurkenningu á Siðmennt og því góða starfi sem þar er unnið. Ætli menn að koma í veg fyrir að lífsskoðunarfélög geti öðlast viðurkenningu til jafns við trúfélög þá verða hinir sömu að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni og þeim hagsmunum sem eru í húfi. Siðmennt er hvorki Kárahnjúkar né bankaeinkavæðing. Siðmennt hefur uppskorið almenna viðurkenningu og virðingu. Jákvæð afstaða til uppbyggilegra lífsskoðunarfélaga ætti að eiga hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkum. Á það þarf að láta reyna á Alþingi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun