Enn tiplað á tánum í kring um Grástein 25. október 2012 08:00 Grásteinn Álfasteinninn í landi Keldna er bæði tvíklofinn og á haus eftir fyrri flutninga vegna vegaframkvæmda. Að þessu sinni er nýr göngu- og hjólastígur sveigður framhjá Grásteini.Fréttablaðið/GVA „Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira