Fótbolti

Duga ráðin frá Ólafi í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. Mynd/Ernir
Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og fer þá fram þriðja umferð í riðlum E til H en eftir hana ættu línur vera farnar að skýrast í riðlinum fjórum.

Meðal leikja kvöldsins er viðureign Nordsjælland og Juventus á Parken en Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, fékk það verkefni að leikgreina lið Juventus fyrir Danina og er staddur í Danmörku til þess að taka þátt í undirbúningnum.

Nú er að sjá hvort ráðin frá Ólafi dugi Dönunum sem hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.

Fjórir leikir verða í beinni á Stöð2 Sport í kvöld: Spartak Moskva - Benfica (S2 Sport 16.00), Man. Utd. - Braga (S2 Sport), Barcelona - Celtic (S2 Sport 3)og Shakhtar Donetsk - Chelsea (S2 Sport 4). - óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×