Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar 23. október 2012 08:00 Nuddstofan sem rekin var hér áður, en DV fjallaði nokkuð um málið fyrir allnokkrum árum síðan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv
Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira