Nánast fullkominn dagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2012 07:00 Ísland vann tvöfalt í Árósum um helgina. Hér er hópurinn allur á Kastrup í gær. Mynd/Ólafur Björnsson Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti. Íþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti.
Íþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira