Ekki ósnertanlegir Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. október 2012 06:00 Fyrirliði íslensks landsliðs lét hafa eftir sér, hlæjandi, í viðtali í síðustu viku að albanska þjóðin væri mestmegnis glæpamenn og land þeirra væri ekki upp á marga fiska. Albanir voru eðlilega ekki sáttir og í kjölfarið þurftu margir að biðjast afsökunar á ótrúlegu dómgreindarleysi fyrirliðans, meðal annars hann sjálfur. Knattspyrnusamfélagið, samherjar fyrirliðans og fleiri hafa þó gert lítið úr ummælum hans. Einn liðsfélagi hans sagði eftir leikinn að Aron meinti ekki það sem hann sagði: „Við gerðum grín að honum fyrir þetta en enginn okkar var að stressa sig á þessu.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að hann vonaðist til að fyrirliðinn myndi læra af mistökum sínum. Sá eini innan hreyfingarinnar sem sýndi snefil af læsi á alvarleika málsins var formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), Geir Þorsteinsson. Það má velta því fyrir sér hvort sé alvarlegra, ummælin sjálf eða sú staðreynd að flestir í kringum landsliðið virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hversu rangt það er af fyrirliða að segja svona lagað. Hann missti hvorki fyrirliðabandið né stöðu sína í liðinu. Hann mun áfram koma fram sem fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi og hafa áhrif á það hvernig aðrir í heiminum upplifa Ísland og Íslendinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KSÍ eða fulltrúar á þess vegum hafa gert sig seka um hegðun sem sýnir algjört virðingarleysi gagnvart öðrum. Vorið 2008 greindu fjölmiðlar frá því að bygging nýrrar stúku við Laugardalsvöll hefði farið langt fram úr áætlun. Við verklok sendi KSÍ Reykjavíkurborg, og skattgreiðendum, reikning sem var tvöfaldur á við það sem borgin hafði samþykkt að greiða. Óháð úttekt sýndi að framúrkeyrslan og skyldan til að greina frá henni lá öll hjá KSÍ. Í nóvember 2009 var upplýst að fjármálastjóri KSÍ hefði glatað 3,2 milljónum af kreditkorti sambandsins á nektardansstað í Sviss fjórum árum áður. Hann sagðist hafa verið sofandi á staðnum á meðan kortið var misnotað. Í tilkynningu frá KSÍ vegna málsins kom fram að í ljósi þess að starfsmaðurinn var „áminntur á sínum tíma mun stjórnin ekki aðhafast frekar í máli hans“. KSÍ ákvað að setja sér siðareglur eftir þetta. Í þeim segir meðal annars að „fulltrúar mega ekki misbjóða virðingu einstaklinga, eða hópi einstaklinga, með orðum eða athæfi sem bera í sér fyrirlitningu, manngreinarálit eða mannorðsspjöll hvað varðar kynferði, þjóðerni, kynþátt, litarhaft, menningu, tungumál, trúarbrögð eða kynhneigð“. Á heimasíðu KSÍ má líka finna upplýsingar um ellefu gildi UEFA. Í þeim segir að „virðing er lykillífsregla í knattspyrnu. Virðing fyrir leiknum, heilindum, fjölbreytileika, reisn, heilsu leikmanna, reglum, dómaranum, mótherjum og stuðningsmönnum“. Orð fyrirliðans og viðbrögð samherja hans ganga algjörlega gegn ofangreindu. Knattspyrnumenn og fylgihnettir þeirra verða að gera sér grein fyrir því að há laun, sportbílar, tískuhúðflúr og geta til að skjóta í skeytin gera þá ekki undanþegna almennum leikreglum samfélagsins. Þeir eru ekki ósnertanlegir. Gjörðum þeirra verða að fylgja afleiðingar. Það er algild regla í samfélagi manna. Hún á líka að eiga við í samfélagi knattspyrnumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Fyrirliði íslensks landsliðs lét hafa eftir sér, hlæjandi, í viðtali í síðustu viku að albanska þjóðin væri mestmegnis glæpamenn og land þeirra væri ekki upp á marga fiska. Albanir voru eðlilega ekki sáttir og í kjölfarið þurftu margir að biðjast afsökunar á ótrúlegu dómgreindarleysi fyrirliðans, meðal annars hann sjálfur. Knattspyrnusamfélagið, samherjar fyrirliðans og fleiri hafa þó gert lítið úr ummælum hans. Einn liðsfélagi hans sagði eftir leikinn að Aron meinti ekki það sem hann sagði: „Við gerðum grín að honum fyrir þetta en enginn okkar var að stressa sig á þessu.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að hann vonaðist til að fyrirliðinn myndi læra af mistökum sínum. Sá eini innan hreyfingarinnar sem sýndi snefil af læsi á alvarleika málsins var formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), Geir Þorsteinsson. Það má velta því fyrir sér hvort sé alvarlegra, ummælin sjálf eða sú staðreynd að flestir í kringum landsliðið virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hversu rangt það er af fyrirliða að segja svona lagað. Hann missti hvorki fyrirliðabandið né stöðu sína í liðinu. Hann mun áfram koma fram sem fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi og hafa áhrif á það hvernig aðrir í heiminum upplifa Ísland og Íslendinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KSÍ eða fulltrúar á þess vegum hafa gert sig seka um hegðun sem sýnir algjört virðingarleysi gagnvart öðrum. Vorið 2008 greindu fjölmiðlar frá því að bygging nýrrar stúku við Laugardalsvöll hefði farið langt fram úr áætlun. Við verklok sendi KSÍ Reykjavíkurborg, og skattgreiðendum, reikning sem var tvöfaldur á við það sem borgin hafði samþykkt að greiða. Óháð úttekt sýndi að framúrkeyrslan og skyldan til að greina frá henni lá öll hjá KSÍ. Í nóvember 2009 var upplýst að fjármálastjóri KSÍ hefði glatað 3,2 milljónum af kreditkorti sambandsins á nektardansstað í Sviss fjórum árum áður. Hann sagðist hafa verið sofandi á staðnum á meðan kortið var misnotað. Í tilkynningu frá KSÍ vegna málsins kom fram að í ljósi þess að starfsmaðurinn var „áminntur á sínum tíma mun stjórnin ekki aðhafast frekar í máli hans“. KSÍ ákvað að setja sér siðareglur eftir þetta. Í þeim segir meðal annars að „fulltrúar mega ekki misbjóða virðingu einstaklinga, eða hópi einstaklinga, með orðum eða athæfi sem bera í sér fyrirlitningu, manngreinarálit eða mannorðsspjöll hvað varðar kynferði, þjóðerni, kynþátt, litarhaft, menningu, tungumál, trúarbrögð eða kynhneigð“. Á heimasíðu KSÍ má líka finna upplýsingar um ellefu gildi UEFA. Í þeim segir að „virðing er lykillífsregla í knattspyrnu. Virðing fyrir leiknum, heilindum, fjölbreytileika, reisn, heilsu leikmanna, reglum, dómaranum, mótherjum og stuðningsmönnum“. Orð fyrirliðans og viðbrögð samherja hans ganga algjörlega gegn ofangreindu. Knattspyrnumenn og fylgihnettir þeirra verða að gera sér grein fyrir því að há laun, sportbílar, tískuhúðflúr og geta til að skjóta í skeytin gera þá ekki undanþegna almennum leikreglum samfélagsins. Þeir eru ekki ósnertanlegir. Gjörðum þeirra verða að fylgja afleiðingar. Það er algild regla í samfélagi manna. Hún á líka að eiga við í samfélagi knattspyrnumanna.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun