Hreðjar Sjálfstæðisflokksins Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Hver skaut JFK? Gekk maðurinn í alvörunni á tunglinu? Hver stóð í raun og veru fyrir árásunum á tvíburaturnana í New York? Samsæriskenningar eru góð skemmtun. Þeir eru þó fáir sem leggja trú á þær aðrir en einstaka einfari sem hírist í kjallaranum hjá mömmu umkringdur ofurhetjufígúrum og óhreinataui. Eða hvað? Þeir félagar Davíð Oddsson og Björn Bjarnason fóru mikinn í ritmiðlum um síðustu helgi. Var þeim sérstaklega hugleikin Búsáhaldabyltingin svokallaða. Flestir eru sammála um að mótmælin sem fóru fram á Austurvelli fyrir fjórum árum hafi verið handahófskenndar samkomur fólks ólíkra skoðana úr ólíkum áttum sem átti það eitt sameiginlegt að óska þess að stjórnvöld tækju ábyrgð á undangengnu fjármálahruni. En ekki Davíð og Björn. Eins og glannalegustu samsæriskenningasinnum er lagið virðast þeir sjá í Búsáhaldabyltingunni útpælt plott pólitískra andstæðinga til valdaráns. „Enn hefur ekki verið upplýst hverjir skipulögðu óeirðirnar eða fjármögnuðu þær. Vísbendingarnar eru þó margar og flest ber þar að sama brunni," segir Davíð í Reykjavíkurbréfi. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skrifaði pistil um málið og lýsti því sem svo að þarna væri gerð tilraun til að endurskrifa söguna. Það er þó ekki laust við að sá grunur læðist að manni að Egill ætli þeim félögum of fágaðan ásetning. Eru skrif þeirra í raun svo yfirveguð? Á vefnum Evrópuvaktinni lýsir Björn Bjarnason friðsömum mótmælunum sem „aðför að Alþingishúsinu". Svo virðist sem Davíð og Björn lifi og hrærist í plotti í bók eftir Tom Clancy þar sem samsæri leynast í hverju horni. Þeir harðneita að horfast í augu við nýja tíma og ríghalda í grútfúlan kaldastríðshugsunarhátt eins og barn í öryggisteppi. Með stjórnmálaheimspeki 20. aldarinnar á heilanum eru þeir í álíka miklu jarðsambandi og Neil Armstrong þegar hann var staddur – eða ekki staddur – á tunglinu. Ekkert af þessu skipti nokkru máli ef ekki væri fyrir þær sakir að þessir fulltrúar liðinna tíma virðast hafa skelmistak á hreðjum Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins þorir ekki svo mikið sem hósta án góðfúslegs leyfis hæstvirts ritstjóra Morgunblaðsins, en skemmst er að minnast kúvendingar viðhorfs Bjarna Benediktssonar til Evrópusambandsins. Það styttist óðum í kosningar. Vænisjúkur vaðall Davíðs og Björns er jafngagnlegur Sjálfstæðisflokknum og það væri Framsókn ef Jónas frá Hriflu gengi aftur og tæki að drita út aðsendum greinum í blöðin. Ætlar stærsta stjórnmálaafl landsins ekkert að fara að hrista af sér roluskapinn og losa sig undan taki slíkra afturgangna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Hver skaut JFK? Gekk maðurinn í alvörunni á tunglinu? Hver stóð í raun og veru fyrir árásunum á tvíburaturnana í New York? Samsæriskenningar eru góð skemmtun. Þeir eru þó fáir sem leggja trú á þær aðrir en einstaka einfari sem hírist í kjallaranum hjá mömmu umkringdur ofurhetjufígúrum og óhreinataui. Eða hvað? Þeir félagar Davíð Oddsson og Björn Bjarnason fóru mikinn í ritmiðlum um síðustu helgi. Var þeim sérstaklega hugleikin Búsáhaldabyltingin svokallaða. Flestir eru sammála um að mótmælin sem fóru fram á Austurvelli fyrir fjórum árum hafi verið handahófskenndar samkomur fólks ólíkra skoðana úr ólíkum áttum sem átti það eitt sameiginlegt að óska þess að stjórnvöld tækju ábyrgð á undangengnu fjármálahruni. En ekki Davíð og Björn. Eins og glannalegustu samsæriskenningasinnum er lagið virðast þeir sjá í Búsáhaldabyltingunni útpælt plott pólitískra andstæðinga til valdaráns. „Enn hefur ekki verið upplýst hverjir skipulögðu óeirðirnar eða fjármögnuðu þær. Vísbendingarnar eru þó margar og flest ber þar að sama brunni," segir Davíð í Reykjavíkurbréfi. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skrifaði pistil um málið og lýsti því sem svo að þarna væri gerð tilraun til að endurskrifa söguna. Það er þó ekki laust við að sá grunur læðist að manni að Egill ætli þeim félögum of fágaðan ásetning. Eru skrif þeirra í raun svo yfirveguð? Á vefnum Evrópuvaktinni lýsir Björn Bjarnason friðsömum mótmælunum sem „aðför að Alþingishúsinu". Svo virðist sem Davíð og Björn lifi og hrærist í plotti í bók eftir Tom Clancy þar sem samsæri leynast í hverju horni. Þeir harðneita að horfast í augu við nýja tíma og ríghalda í grútfúlan kaldastríðshugsunarhátt eins og barn í öryggisteppi. Með stjórnmálaheimspeki 20. aldarinnar á heilanum eru þeir í álíka miklu jarðsambandi og Neil Armstrong þegar hann var staddur – eða ekki staddur – á tunglinu. Ekkert af þessu skipti nokkru máli ef ekki væri fyrir þær sakir að þessir fulltrúar liðinna tíma virðast hafa skelmistak á hreðjum Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins þorir ekki svo mikið sem hósta án góðfúslegs leyfis hæstvirts ritstjóra Morgunblaðsins, en skemmst er að minnast kúvendingar viðhorfs Bjarna Benediktssonar til Evrópusambandsins. Það styttist óðum í kosningar. Vænisjúkur vaðall Davíðs og Björns er jafngagnlegur Sjálfstæðisflokknum og það væri Framsókn ef Jónas frá Hriflu gengi aftur og tæki að drita út aðsendum greinum í blöðin. Ætlar stærsta stjórnmálaafl landsins ekkert að fara að hrista af sér roluskapinn og losa sig undan taki slíkra afturgangna?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun