Allt um hár í einni bók ÁP skrifar 11. október 2012 00:00 Bókin Hárið inniheldur almennan fróðleik um hárumhirðu sem og uppskriftir að 70 hárgreiðslum sem allir geta lært en hárgreiðslukonan Theódóra Mjöll Skúladóttir á heiðurinn að bókinni. Fréttablaðið/anton Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack miðlar visku sinni um hár og hárumhirðu í bókinni Hárið. Þar er að finna yfir 70 uppskriftir að hárgreiðslum en ljósmyndarinn Saga Sig sá um myndskreytingar. Tíska „Mér fannst vanta almennilega bók sem kennir hárgreiðslur og hárumhirðu á markaðinn,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, hárgreiðslukona og nemi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, en hún á heiðurinn að bókinni Hárið sem er væntanleg í lok næstu viku. Hárið inniheldur uppskriftir að yfir 70 hárgreiðslum, allt frá venjulegu tagli í árshátíðargreiðslur. Einnig er ýtarlegur kafli í byrjun bókarinnar þar sem öllum spurningum um hár og hárumhirðu er svarað. Hugmyndin að bókinni spratt er Theodóra var að vinna sem hárgreiðslukona hjá Rauðhettu og Úlfinum. „Þegar ég var að vinna á stofunni eyddi ég alltaf miklum tíma í að svara spurningum kúnnanna minna varðandi hárumhirðu og kenndi þeim að flétta og krulla hárið. Þá fór ég að spá af hverju það væri ekki til bók þar sem öllum þessum spurningum væri svarað og gæfi einfaldar uppskriftir að flottum hárgreiðslum.“ Theodóra leggur áherslu á að allar uppskriftirnar í bókinni séu einfaldar og fyrir alla að leika eftir. „Ég eyddi miklum tíma í að einfalda hárgreiðslurnar svo að allir gætu skilið og prufað sig áfram. Svo er ég líka með nokkrar uppskriftir að barnahárgreiðslum fyrir foreldrana að læra.“ Theodóra fékk til liðs við sig ungt fagfólk við gerð bókarinnar. Ljósmyndarinn Saga Sig sá um að taka þær fimm hundruð myndir sem prýða bókina og förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason mundaði penslana. Stúlkurnar hjá auglýsingastofunni Undralandið sáu svo um útlit og uppsetningu bókarinnar. „Ég var ekkert smá heppin með samstarfsfólk. Mig langaði að fá unga og efnilega listamenn til liðs við mig og gefa þeim um leið tækifæri til að láta ljós sitt skína.“ Theodóra segir bókina vera skyldueign á hvert heimili enda mikilvægt að hugsa vel um hárið sitt. „Ég vona að ég geti komið af stað vitundarvakningu varðandi hárumhirðu. Hár er svo stór partur af okkur og mikilvægt að hugsa vel um það.“ Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack miðlar visku sinni um hár og hárumhirðu í bókinni Hárið. Þar er að finna yfir 70 uppskriftir að hárgreiðslum en ljósmyndarinn Saga Sig sá um myndskreytingar. Tíska „Mér fannst vanta almennilega bók sem kennir hárgreiðslur og hárumhirðu á markaðinn,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, hárgreiðslukona og nemi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, en hún á heiðurinn að bókinni Hárið sem er væntanleg í lok næstu viku. Hárið inniheldur uppskriftir að yfir 70 hárgreiðslum, allt frá venjulegu tagli í árshátíðargreiðslur. Einnig er ýtarlegur kafli í byrjun bókarinnar þar sem öllum spurningum um hár og hárumhirðu er svarað. Hugmyndin að bókinni spratt er Theodóra var að vinna sem hárgreiðslukona hjá Rauðhettu og Úlfinum. „Þegar ég var að vinna á stofunni eyddi ég alltaf miklum tíma í að svara spurningum kúnnanna minna varðandi hárumhirðu og kenndi þeim að flétta og krulla hárið. Þá fór ég að spá af hverju það væri ekki til bók þar sem öllum þessum spurningum væri svarað og gæfi einfaldar uppskriftir að flottum hárgreiðslum.“ Theodóra leggur áherslu á að allar uppskriftirnar í bókinni séu einfaldar og fyrir alla að leika eftir. „Ég eyddi miklum tíma í að einfalda hárgreiðslurnar svo að allir gætu skilið og prufað sig áfram. Svo er ég líka með nokkrar uppskriftir að barnahárgreiðslum fyrir foreldrana að læra.“ Theodóra fékk til liðs við sig ungt fagfólk við gerð bókarinnar. Ljósmyndarinn Saga Sig sá um að taka þær fimm hundruð myndir sem prýða bókina og förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason mundaði penslana. Stúlkurnar hjá auglýsingastofunni Undralandið sáu svo um útlit og uppsetningu bókarinnar. „Ég var ekkert smá heppin með samstarfsfólk. Mig langaði að fá unga og efnilega listamenn til liðs við mig og gefa þeim um leið tækifæri til að láta ljós sitt skína.“ Theodóra segir bókina vera skyldueign á hvert heimili enda mikilvægt að hugsa vel um hárið sitt. „Ég vona að ég geti komið af stað vitundarvakningu varðandi hárumhirðu. Hár er svo stór partur af okkur og mikilvægt að hugsa vel um það.“
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira