Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns 28. september 2012 07:30 Jóhanna Sigurðardóttir Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira