Kanínan orðin hluti af villtri fánu Íslands 27. september 2012 09:00 í elliðaárdal Stofni kanínu fækkar mikið yfir veturinn en viðkoman er gríðarleg yfir sumarið. Kvendýrið getur gotið nokkrum sinnum á ári, 3 til 5 ungum í senn, og verður kynþroska 6 mánaða gamalt. Stofninn getur því margfaldast á stuttum tíma.fréttablaðið/pjetur Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum. Ævar Petersen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur rétt að líta á kanínuna sem villtan stofn í fánu Íslands og bendir á að sögu hennar á Íslandi megi rekja allt aftur á 19. öld. Stofninn hafi náð sér á strik og dáið út í mörg skipti frá þeim tíma, en núverandi stofn sé tilkominn vegna sleppinga fólks á gæludýrum sínum sem verði að teljast ámælisvert. Spurður um stofnstærð segir Ævar erfitt að fullyrða nokkuð þar um. „Ég held að rétt sé að segja að stofnstærðin sé mörg hundruð eða fá þúsund dýr," segir Ævar. Í maí 2010 sótti umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur til umhverfisráðuneytisins um undanþágu frá lögum til að fækka kanínum í borginni vegna tjóns sem þær yllu og þá helst á gróðri. Undanþága var veitt til veiða árið 2010 og jafnframt farið fram á að útbreiðsla kanína innan borgarlandsins yrði könnuð frekar, umfang vandamála af þeirra völdum metið og að gerðar yrðu tillögur að því hvernig tekið yrði á málum til frambúðar. Niðurstaðan liggur fyrir en verkfræðistofan Verkís annaðist úttektina. Óverulegur fjöldi dýra fannst á átta talningarreitum í borgarlandinu þá daga sem talið var, en rannsóknin var gerð í mars 2012, eða á þeim tíma sem stofninn er í lágmarki. Langmest var af dýrinu í Elliðaárdal við Mjódd (85%) þar sem fólk hefur fóðrað kanínurnar yfir veturinn. Í skýrslunni segir jafnframt að í svari umhverfisráðuneytisins frá 8. júní 2010 við erindi borgarinnar komi fram að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lýst yfir að útrýma bæri kanínum úr íslenskri náttúru og að Umhverfisstofnun hafi tekið undir það sjónarmið.- shá Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum. Ævar Petersen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur rétt að líta á kanínuna sem villtan stofn í fánu Íslands og bendir á að sögu hennar á Íslandi megi rekja allt aftur á 19. öld. Stofninn hafi náð sér á strik og dáið út í mörg skipti frá þeim tíma, en núverandi stofn sé tilkominn vegna sleppinga fólks á gæludýrum sínum sem verði að teljast ámælisvert. Spurður um stofnstærð segir Ævar erfitt að fullyrða nokkuð þar um. „Ég held að rétt sé að segja að stofnstærðin sé mörg hundruð eða fá þúsund dýr," segir Ævar. Í maí 2010 sótti umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur til umhverfisráðuneytisins um undanþágu frá lögum til að fækka kanínum í borginni vegna tjóns sem þær yllu og þá helst á gróðri. Undanþága var veitt til veiða árið 2010 og jafnframt farið fram á að útbreiðsla kanína innan borgarlandsins yrði könnuð frekar, umfang vandamála af þeirra völdum metið og að gerðar yrðu tillögur að því hvernig tekið yrði á málum til frambúðar. Niðurstaðan liggur fyrir en verkfræðistofan Verkís annaðist úttektina. Óverulegur fjöldi dýra fannst á átta talningarreitum í borgarlandinu þá daga sem talið var, en rannsóknin var gerð í mars 2012, eða á þeim tíma sem stofninn er í lágmarki. Langmest var af dýrinu í Elliðaárdal við Mjódd (85%) þar sem fólk hefur fóðrað kanínurnar yfir veturinn. Í skýrslunni segir jafnframt að í svari umhverfisráðuneytisins frá 8. júní 2010 við erindi borgarinnar komi fram að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lýst yfir að útrýma bæri kanínum úr íslenskri náttúru og að Umhverfisstofnun hafi tekið undir það sjónarmið.- shá
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira