Ríkisendurskoðun missir traust þingsins 27. september 2012 07:30 Alþingi Þingmenn kölluðu eftir skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar og fullyrtu að traustið til stofnunarinnar hefði beðið hnekki.fréttablaðið/gva Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar. „Það þýðir að þingið og ríkisendurskoðandi þurfa að fara yfir þetta mál og kanna hvort og þá hvernig þessu verður bjargað, þannig að það ríki aftur traust og góð samskipti á milli þingsins og einnar mikilvægustu stofnunar þess." Tafir Ríkisendurskoðunar við vinnu á skýrslu um nýtt fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins voru þingmönnum hugleiknar í gær, en Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþingi. Forsætisnefnd Alþingis tók málið ekki upp á stuttum fundi sínum í gær, en hann var helgaður rannsóknarnefnd um sparisjóðina. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni. Hún segir að fundur í nefndinni sé ekki áætlaður fyrr en eftir viku. Sjálf telur hún að nauðsynlegt sé að fá frekari upplýsingar frá ríkisendurskoðanda, áður en rætt sé um trúnaðarbrest. „Ég tel að þegar forsætisnefnd kemur saman verði óskað eftir því að farið verði yfir feril þessa máls." Þuríður Backman, sem situr í forsætisnefnd fyrir hönd Vinstri grænna, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það væri stórt og viðkvæmt og þyrfti að skoða vel. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að ráðuneytið muni fara ítarlega yfir þann kostnað sem fallið hefur til vegna fjárfestinga í kerfinu og við rekstur þess, en mikilvægt sé að gera mun á því tvennu. „Jafnframt mun ráðuneytið leggja mat á notkun kerfisins og mögulegar úrbætur, en innleiðing þess hefur stórlega bætt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bæði stjórnunar og uppgjörs." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar. „Það þýðir að þingið og ríkisendurskoðandi þurfa að fara yfir þetta mál og kanna hvort og þá hvernig þessu verður bjargað, þannig að það ríki aftur traust og góð samskipti á milli þingsins og einnar mikilvægustu stofnunar þess." Tafir Ríkisendurskoðunar við vinnu á skýrslu um nýtt fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins voru þingmönnum hugleiknar í gær, en Ríkisendurskoðun heyrir beint undir Alþingi. Forsætisnefnd Alþingis tók málið ekki upp á stuttum fundi sínum í gær, en hann var helgaður rannsóknarnefnd um sparisjóðina. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í nefndinni. Hún segir að fundur í nefndinni sé ekki áætlaður fyrr en eftir viku. Sjálf telur hún að nauðsynlegt sé að fá frekari upplýsingar frá ríkisendurskoðanda, áður en rætt sé um trúnaðarbrest. „Ég tel að þegar forsætisnefnd kemur saman verði óskað eftir því að farið verði yfir feril þessa máls." Þuríður Backman, sem situr í forsætisnefnd fyrir hönd Vinstri grænna, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það væri stórt og viðkvæmt og þyrfti að skoða vel. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að ráðuneytið muni fara ítarlega yfir þann kostnað sem fallið hefur til vegna fjárfestinga í kerfinu og við rekstur þess, en mikilvægt sé að gera mun á því tvennu. „Jafnframt mun ráðuneytið leggja mat á notkun kerfisins og mögulegar úrbætur, en innleiðing þess hefur stórlega bætt fjárhagsupplýsingar ríkisins til bæði stjórnunar og uppgjörs." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira