Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum 26. september 2012 07:30 Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá
Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira