Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum 26. september 2012 07:30 Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira