Vildi fá sér vænan mann Friðrika Benónýs skrifar 20. september 2012 06:00 Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi." Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. „Þetta er bara svona." Sú staðreynd að æ fleiri konur kjósa að búa einar hefur ekki ratað inn í afþreyingariðnaðinn, enda yfirleitt ekki tekið mark á slíkri vitleysu. Kona sem býr ein gerir það, samkvæmt skilgreiningu, í neyð. Annaðhvort er hún ekki „gengin út" og á sífelldum höttum eftir álitlegu mannsefni, eða að hún er „á milli manna", nýkomin úr einu sambandi og þráir ekkert heitar en að komast í annað. Já, eða þá hreinlega bara lesbía sem þorir ekki að koma út úr skápnum. Einu undantekningarnar eru ekkjur sem komnar eru á virðulegan aldur. Þær hafa leyfi til að njóta þess að vera loksins einar með sjálfum sér, frjálsar að því að sinna ekki öðru en eigin lífi. Maður fær helst á tilfinninguna að sambúð og hjónaband sé einhvers konar afplánun sem konur verði að ljúka áður en þeim er frjálst að sinna sjálfum sér. Kvenlegu eðli er jafnan borið við ef hreyft er mótmælum við þessari algildu skoðun. Konur þurfa fjölskyldu til að sjá um, dútla við og hjúkra, mann til að líta upp til og láta vernda sig gegn áföllum lífsins. Kjósi þær annað lífsform eru þær eigingjarnar, kaldrifjaðar tíkur sem hugsa ekki um neitt nema sjálfar sig. Karlmaður í sömu stöðu er framagjarn eða glaumgosi eða hreinlega giftur vinnunni sinni og – merkilegt nokk – ekkert ámælisvert við það. Piparsveinn er eftirsóknarverður fengur sem konur eiga að berjast um að koma böndum á. Piparjúnka er aumkunarverð kona sem enginn hefur viljað líta við. Og, já, þessi hugsun lifir góðu lífi á því herrans ári 2012. Piparjúnka er auðvitað ekki leyfilegt orð í rétthugsunarkirkjunni, en hugsunin er sú sama þótt orðum sé breytt og afþreyingariðnaðurinn rær að því öllum árum að viðhalda þeirri ímynd að hamingja kvenna felist í hjónabandinu, þvert á vaxandi vinsældir einbýlisformsins. Nóra skal með góðu eða illu koma sér heim aftur og halda sig þar. Hvað var hún líka að vilja út í lífið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun
Þetta er bara svona: Konur vilja öryggi." Vinur minn dæsir makindalega og kemur sér betur fyrir í sófanum sannfærður um að þessi fleyga setning muni binda enda á reiðiraus mitt yfir því að nær allar bækur og bíómyndir sem beint er að konum skuli snúast um það eitt að ná sér í mann. Alveg sama hversu miklir töffarar kvenpersónur skáldskaparins eru, allar fá þær í hnén og kasta sér flötum um leið og einhver déskotans draumaprins birtist. Það er fullkomlega óhugsandi að kona öðlist hamingju öðruvísi en í gegnum samband við karlmann. „Þetta er bara svona." Sú staðreynd að æ fleiri konur kjósa að búa einar hefur ekki ratað inn í afþreyingariðnaðinn, enda yfirleitt ekki tekið mark á slíkri vitleysu. Kona sem býr ein gerir það, samkvæmt skilgreiningu, í neyð. Annaðhvort er hún ekki „gengin út" og á sífelldum höttum eftir álitlegu mannsefni, eða að hún er „á milli manna", nýkomin úr einu sambandi og þráir ekkert heitar en að komast í annað. Já, eða þá hreinlega bara lesbía sem þorir ekki að koma út úr skápnum. Einu undantekningarnar eru ekkjur sem komnar eru á virðulegan aldur. Þær hafa leyfi til að njóta þess að vera loksins einar með sjálfum sér, frjálsar að því að sinna ekki öðru en eigin lífi. Maður fær helst á tilfinninguna að sambúð og hjónaband sé einhvers konar afplánun sem konur verði að ljúka áður en þeim er frjálst að sinna sjálfum sér. Kvenlegu eðli er jafnan borið við ef hreyft er mótmælum við þessari algildu skoðun. Konur þurfa fjölskyldu til að sjá um, dútla við og hjúkra, mann til að líta upp til og láta vernda sig gegn áföllum lífsins. Kjósi þær annað lífsform eru þær eigingjarnar, kaldrifjaðar tíkur sem hugsa ekki um neitt nema sjálfar sig. Karlmaður í sömu stöðu er framagjarn eða glaumgosi eða hreinlega giftur vinnunni sinni og – merkilegt nokk – ekkert ámælisvert við það. Piparsveinn er eftirsóknarverður fengur sem konur eiga að berjast um að koma böndum á. Piparjúnka er aumkunarverð kona sem enginn hefur viljað líta við. Og, já, þessi hugsun lifir góðu lífi á því herrans ári 2012. Piparjúnka er auðvitað ekki leyfilegt orð í rétthugsunarkirkjunni, en hugsunin er sú sama þótt orðum sé breytt og afþreyingariðnaðurinn rær að því öllum árum að viðhalda þeirri ímynd að hamingja kvenna felist í hjónabandinu, þvert á vaxandi vinsældir einbýlisformsins. Nóra skal með góðu eða illu koma sér heim aftur og halda sig þar. Hvað var hún líka að vilja út í lífið?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun