Flott fyrsta plata Futuregrapher 7. september 2012 08:54 Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars. Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins. Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins.
Tónlist Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira