Flott fyrsta plata Futuregrapher 7. september 2012 08:54 Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars. Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins. Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Futuregrapher er listamannsnafn Árna Grétars, en hann hefur verið atkvæðamikill á íslensku raftónlistarsenunni að undanförnu. Hann er annar stofnenda Möller-plötufyrirtækisins sem hefur gefið út mikið af raftónlist síðustu tvö ár og staðið fyrir tónleikaröðinni Heiladans. LP er fyrsta plata Futuregraphers í fullri lengd, en hann á að baki nokkrar stuttskífur og EP-plötur, m.a. ambient-plötuna Tom Tom Bike sem kom út í fyrra (mjög flott) og plötuna Waterproof sem kom út í mars sl. en hana gerði hann í samstarfi við japanska tónlistarmanninn Gallery Six. Tónlistin á Waterproof er líka í sveimtónlistardeildinni. Sveimið er eitt af hráefnunum á LP; platan byrjar til dæmis á laginu Engihjalli Ambient. Fyrirferðarmesta tónlistin á plötunni er samt trommu- & bassatónlistin, en sum laganna á LP hljóma eins og þau hafi verið búin til í London seint á tíunda áratugnum. Árna Grétari tekst samt að gera þessa tónlist að sinni. Hann framreiðir hana á sinn hátt og bætir við hana nýjum hlutum. Það eru ekki öll lögin á LP trommu- & bassalög, inn á milli eru aðrar tónlistartegundir. James Acid er til dæmis teknólag, lögin Anton & Skeljar og Stapi eru ambient-ættar og lokalagið Bons er taktfast bjögunar- og hávaðaverk. Lögin eru flest án söngs, undantekningin er lagið Think. Í því fer Guðjón Heiðar Valgarðsson með eigin texta, sem er pólitísk hugleiðing um ástandið í heiminum og ákall til hlustenda um að bregðast við. LP er flott raftónlistarplata. Hún er ekki sérstaklega frumleg, en þessi tólf lög mynda mjög sterka heild. Platan hljómar líka vel og það er greinilegt að þeir sem sáu um hljóðvinnsluna (Skurken hljóðblandaði og Bix tónjafnaði) hafa ekki kastað til hendinni. Á heildina litið er LP ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fyrsta plata Futuregraphers er skemmtileg útfærsla á trommu- & bassatónlist tíunda áratugarins.
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira