Vilt þú að náttúruauðlindir verði þjóðareign? Þorkell Helgason skrifar 5. september 2012 06:00 Hinn 20. október nk. verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Auk almennrar spurningar um grundvöllinn verður spurt um afstöðu til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Önnur spurningin, sem lýtur að einu þessara atriða, felst í fyrirsögn þessa pistils en er í heild sinni þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?" Ekki virðist mikill ágreiningur meðal þjóðarinnar eða stjórnmálaflokkanna um svarið. Flestir virðast vilja stjórnarskrárvarið ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum og eru þá einkum fiskimiðin og orkulindirnar hafðar í huga. En ágreiningur hefur verið um merkingu hugtaksins þjóðareign, einkum meðal lögfræðinga. Til eru þeir sem líta á þetta sem hátíðlega en merkingarlitla yfirlýsingu. Aðrir gefa minna fyrir orðið en vilja gæða hugtakið innihaldi og þá einkum því hvernig beri að nýta auðlindirnar auk skýrra ákvæða um endurgjald fyrir afnot af þjóðareignum. Málið er eitt þeirra sem Alþingi fól stjórnlagaráði að taka sérstaklega til skoðunar. Það var gert eins og sést í ýtarlegum ákvæðum, einkum í 34. gr. í frumvarpi ráðsins. Að beiðni Alþingis var málið aftur yfirfarið á fundum þorra ráðsmanna 8.-11. mars sl. Meginákvæðin í frumvarpsgreininni (eftir yfirferðina) eru þessi: A1: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. A2: Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. A3: Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði…sem ekki eru í einkaeigu. A4: Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. A5: Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Fyrsti málsliðurinn, A1, er yfirlýsing um þjóðareign. Með A3 er skýrt tekið fram að ekki er verið að sölsa einkaeigur undir ríkisvaldið. Um innihaldið, meðferð þjóðareigna, er fjallað í liðum A3, A4 og A5. Vegur þar einna þyngst að fyrir hagnýtinguna eigi að greiða „fullt gjald", sem er orðalag sótt í ákvæði núgildandi stjórnarskrár um eignarnám, og að nýtingarrétturinn skuli veittur á „jafnræðisgrundvelli". Spurningin um þjóðareignina í atkvæðagreiðslunni 20. október snýst að formi til aðeins um yfirlýsinguna, ígildi A1, en ætla verður að Alþingi muni skoða jáyrði við henni sem efnislegan stuðning við alla 34. gr. í frumvarpi ráðsins. Rök fyrir JÁ við spurningunniEkki er tóm til að rekja þau fjölmörgu rök sem fram hafa komið um þjóðareign á auðlindum og verður aðeins tæpt á nokkrum: n Á þjóðfundinum 2011 var áberandi sú skoðun að mæla bæri fyrir um eign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá og að arður af nýtingu þeirra rynni að meginhluta til eigandans, þjóðarinnar. n Með yfirlýsingu um þjóðareign á auðlindum og öðrum takmörkuðum gæðum sem ekki eru í einkaeigu er verið að taka af skarið um mál sem hefur velkst lengi fyrir þingi og þjóð. Nú er tækifæri að taka af skarið þannig að ekki verði um villst. n Ekki síst er mikilvægt við hvers kyns samninga við erlend ríki eða ríkjasamtök að það sé á hreinu að auðlindir lands og sjávar eru í eigu íslensku þjóðarinnar. n Verið er að vinna að afmörkun landareigna í einkaeigu. Afgangurinn á ekki að verða einskis manns land heldur ótvíræð sameign þjóðarinnar. n Nýting þjóðareigna, fiskimiða eða orkulinda, á áfram að vera í höndum einstaklinga og fyrirtækja. Því er ekki verið að breyta með yfirlýsingu um þjóðareign. n Stjórnarskrárákvæðin nýju setja því siðferðilegar skorður hvernig með skal fara við úthlutun nýtingarleyfa. En það verður áfram hlutverk Alþingis að setja leikreglurnar. Ákvæðin mæla t.d. hvorki fyrir um tiltekið kvótakerfi né einhverja aðra fiskveiðistjórnunaraðferð. Rök fyrir NEI við spurningunniAndstæðingar þjóðareignar hafa ekki tjáð sig mikið með beinum hætti heldur fremur þannig að gera eigi hlutina einhvern veginn öðru vísi: n Sumir lögfræðingar segja hugtakið þjóðareign vera loðið og skapa ýmsan skilgreiningarvanda. Því er til að svara að í stjórnarskrárákvæðinu og í umræddri 34. gr. í frumvarpi ráðsins er kveðið skýrt á um merkingu orðsins. n Sagt hefur verið að þjóðareign feli í sér þjóðnýtingu sem sé af hinu vonda. Þetta er á misskilningi byggt þar sem stjórnlagaráð tekur skýrt fram að þjóðareign nái aðeins til þeirra réttinda sem ekki eru þegar í einkaeigu. Hún nær einungis til þess sem enginn hefur með réttu getað eignað sér. n Sumir hafa áhyggjur af því að ný eða breytt ákvæði um þjóðareign og afnotaskilmála setji allt á hvolf. Ég tel þetta óþarfa áhyggjur. Það er undir löggjafanum komið að tryggja að framkvæmd þjóðareignarákvæðisins eigi sér eðlilegan aðdraganda og aðlögunartíma. ÁlyktunPistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni. Þar með verði tryggt að sameiginlegur auður lands og sjávar haldist hjá þjóðinni en hverfi ekki til einstaklinga hvort sem er innan lands eða utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Hinn 20. október nk. verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Auk almennrar spurningar um grundvöllinn verður spurt um afstöðu til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Önnur spurningin, sem lýtur að einu þessara atriða, felst í fyrirsögn þessa pistils en er í heild sinni þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?" Ekki virðist mikill ágreiningur meðal þjóðarinnar eða stjórnmálaflokkanna um svarið. Flestir virðast vilja stjórnarskrárvarið ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum og eru þá einkum fiskimiðin og orkulindirnar hafðar í huga. En ágreiningur hefur verið um merkingu hugtaksins þjóðareign, einkum meðal lögfræðinga. Til eru þeir sem líta á þetta sem hátíðlega en merkingarlitla yfirlýsingu. Aðrir gefa minna fyrir orðið en vilja gæða hugtakið innihaldi og þá einkum því hvernig beri að nýta auðlindirnar auk skýrra ákvæða um endurgjald fyrir afnot af þjóðareignum. Málið er eitt þeirra sem Alþingi fól stjórnlagaráði að taka sérstaklega til skoðunar. Það var gert eins og sést í ýtarlegum ákvæðum, einkum í 34. gr. í frumvarpi ráðsins. Að beiðni Alþingis var málið aftur yfirfarið á fundum þorra ráðsmanna 8.-11. mars sl. Meginákvæðin í frumvarpsgreininni (eftir yfirferðina) eru þessi: A1: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. A2: Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. A3: Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði…sem ekki eru í einkaeigu. A4: Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. A5: Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Fyrsti málsliðurinn, A1, er yfirlýsing um þjóðareign. Með A3 er skýrt tekið fram að ekki er verið að sölsa einkaeigur undir ríkisvaldið. Um innihaldið, meðferð þjóðareigna, er fjallað í liðum A3, A4 og A5. Vegur þar einna þyngst að fyrir hagnýtinguna eigi að greiða „fullt gjald", sem er orðalag sótt í ákvæði núgildandi stjórnarskrár um eignarnám, og að nýtingarrétturinn skuli veittur á „jafnræðisgrundvelli". Spurningin um þjóðareignina í atkvæðagreiðslunni 20. október snýst að formi til aðeins um yfirlýsinguna, ígildi A1, en ætla verður að Alþingi muni skoða jáyrði við henni sem efnislegan stuðning við alla 34. gr. í frumvarpi ráðsins. Rök fyrir JÁ við spurningunniEkki er tóm til að rekja þau fjölmörgu rök sem fram hafa komið um þjóðareign á auðlindum og verður aðeins tæpt á nokkrum: n Á þjóðfundinum 2011 var áberandi sú skoðun að mæla bæri fyrir um eign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá og að arður af nýtingu þeirra rynni að meginhluta til eigandans, þjóðarinnar. n Með yfirlýsingu um þjóðareign á auðlindum og öðrum takmörkuðum gæðum sem ekki eru í einkaeigu er verið að taka af skarið um mál sem hefur velkst lengi fyrir þingi og þjóð. Nú er tækifæri að taka af skarið þannig að ekki verði um villst. n Ekki síst er mikilvægt við hvers kyns samninga við erlend ríki eða ríkjasamtök að það sé á hreinu að auðlindir lands og sjávar eru í eigu íslensku þjóðarinnar. n Verið er að vinna að afmörkun landareigna í einkaeigu. Afgangurinn á ekki að verða einskis manns land heldur ótvíræð sameign þjóðarinnar. n Nýting þjóðareigna, fiskimiða eða orkulinda, á áfram að vera í höndum einstaklinga og fyrirtækja. Því er ekki verið að breyta með yfirlýsingu um þjóðareign. n Stjórnarskrárákvæðin nýju setja því siðferðilegar skorður hvernig með skal fara við úthlutun nýtingarleyfa. En það verður áfram hlutverk Alþingis að setja leikreglurnar. Ákvæðin mæla t.d. hvorki fyrir um tiltekið kvótakerfi né einhverja aðra fiskveiðistjórnunaraðferð. Rök fyrir NEI við spurningunniAndstæðingar þjóðareignar hafa ekki tjáð sig mikið með beinum hætti heldur fremur þannig að gera eigi hlutina einhvern veginn öðru vísi: n Sumir lögfræðingar segja hugtakið þjóðareign vera loðið og skapa ýmsan skilgreiningarvanda. Því er til að svara að í stjórnarskrárákvæðinu og í umræddri 34. gr. í frumvarpi ráðsins er kveðið skýrt á um merkingu orðsins. n Sagt hefur verið að þjóðareign feli í sér þjóðnýtingu sem sé af hinu vonda. Þetta er á misskilningi byggt þar sem stjórnlagaráð tekur skýrt fram að þjóðareign nái aðeins til þeirra réttinda sem ekki eru þegar í einkaeigu. Hún nær einungis til þess sem enginn hefur með réttu getað eignað sér. n Sumir hafa áhyggjur af því að ný eða breytt ákvæði um þjóðareign og afnotaskilmála setji allt á hvolf. Ég tel þetta óþarfa áhyggjur. Það er undir löggjafanum komið að tryggja að framkvæmd þjóðareignarákvæðisins eigi sér eðlilegan aðdraganda og aðlögunartíma. ÁlyktunPistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni. Þar með verði tryggt að sameiginlegur auður lands og sjávar haldist hjá þjóðinni en hverfi ekki til einstaklinga hvort sem er innan lands eða utan.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun