Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum 1. september 2012 10:00 Bloggar um íslenska hönnun Magdalena Dybka bloggar um íslenska list og hönnun og er ætlunin að kynna hana fyrir pólskum lesendum. „Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm Lífið Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm
Lífið Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira