ÍLS vill auðvelda gjaldfellingu 1. september 2012 07:30 sigurður erlingsson Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp / Fréttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp /
Fréttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“