Foreldrar fá að ráða hvort barnið sé busað 1. september 2012 07:00 nýir Kvenskælingar Nemendur á fjórða ári í Kvennaskólanum vígðu nýnema við skólann á miðvikudag. Þeim var aðeins leyft að sulla vatni yfir "busana“. Nokkrir nýnemar treystu sér ekki í busunina og fylgdust með álengdar. fréttablaðið/stefán Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira