Íslenskir Vítisenglar gætu misst stöðu sína innan samtakanna 30. ágúst 2012 08:00 Dýrt Félagsheimili Vítisengla að Gjáhellu hefur reynst þeim þungt í skauti. Fréttablaðið/valli Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira