Óttast að Bandaríkin loki á siglingar héðan til Ameríku 30. ágúst 2012 08:00 Laumast í Sundahöfn Þrír hælisleitendur læðast um á afgirtu svæði Eimskips.MYNd/Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar Fréttir Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Fleiri fréttir Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sjá meira
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar
Fréttir Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Fleiri fréttir Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sjá meira