Vantar yfir 1.000 kennara á leikskóla til að uppfylla lög 30. ágúst 2012 09:00 leikskólar Miðað við óbreyttar forsendur verða lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar leikskólastarfsmanna skuli hafa háskólagráðu í faginu ekki uppfyllt fyrr en 2041.fréttablaðið/daníel Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira