Vantar yfir 1.000 kennara á leikskóla til að uppfylla lög 30. ágúst 2012 09:00 leikskólar Miðað við óbreyttar forsendur verða lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar leikskólastarfsmanna skuli hafa háskólagráðu í faginu ekki uppfyllt fyrr en 2041.fréttablaðið/daníel Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent