Misskilningur leiðréttur Ögmundur Jónasson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar