Eftirlíking af Fuzzy skýtur upp kollinum í Danmörku 19. ágúst 2012 20:00 Sigurður Már Helgason hannaði kollinn Fuzzy árið 1970. Danskt fyrirtæki að nafni Lop Furniture hannar koll sem þykir furðu líkur Fuzzy. fréttablaðið/stefán Dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture framleiðir kolla sem þykja furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti blogginu Svartáhvítu og vakti hún fyrst athygli á málinu á síðu sinni á miðvikudag. Sigurður Már hafði ekki heyrt af málinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og gat þar af leiðandi lítið tjáð sig um það. Hann segir Fuzzy-kollinn þó að mestu hafa fengið að vera í friði frá því hann leit fyrst dagsins ljós. „Ég veit að fólk hefur gert svona kolla handa börnum sínum en annars hefur hann að mestu verið látinn í friði. Ég veit um eitt dæmi þar sem danskt fyrirtæki var með svipaðan koll á sölusýningu og það var spurt hvort um íslenska kollinn væri að ræða, ég veit ekki hvort það var sami aðili og er hér á ferð," segir hann. Fuzzy-kollurinn hefur farið víða og nýverið keypti The American Scandinavian Foundation í New York einn slíkan af Sigurði Má. Þó Sigurður sé orðinn sjötíu og þriggja ára er hann langt því frá hættur að skapa og var hann meðal þátttakenda í Hönnunarmars í ár þar sem hann sýndi lampa úr gleri og viði. „Ég er ekki hættur og bý enn þá til kollinn frá a til ö. Velgengni hans er eins og mesta lygasaga." „Eftirlíkingar hafa alltaf verið til en nú fyrst er þetta að verða vandamál," segir Svana Lovísa sem gerði hönnunarstuld að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar frá LHÍ. Hún tekur fram að mikill munur sé á því þegar fólk föndrar eftirlíkingu til einkanota og að framleiða eftirlíkingu til almennrar sölu. „Þetta er tvennt ólíkt. Hið síðarnefnda er ólöglegt og sýnir um leið mikið virðingarleysi fyrir vinnu annarra." sara@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture framleiðir kolla sem þykja furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti blogginu Svartáhvítu og vakti hún fyrst athygli á málinu á síðu sinni á miðvikudag. Sigurður Már hafði ekki heyrt af málinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og gat þar af leiðandi lítið tjáð sig um það. Hann segir Fuzzy-kollinn þó að mestu hafa fengið að vera í friði frá því hann leit fyrst dagsins ljós. „Ég veit að fólk hefur gert svona kolla handa börnum sínum en annars hefur hann að mestu verið látinn í friði. Ég veit um eitt dæmi þar sem danskt fyrirtæki var með svipaðan koll á sölusýningu og það var spurt hvort um íslenska kollinn væri að ræða, ég veit ekki hvort það var sami aðili og er hér á ferð," segir hann. Fuzzy-kollurinn hefur farið víða og nýverið keypti The American Scandinavian Foundation í New York einn slíkan af Sigurði Má. Þó Sigurður sé orðinn sjötíu og þriggja ára er hann langt því frá hættur að skapa og var hann meðal þátttakenda í Hönnunarmars í ár þar sem hann sýndi lampa úr gleri og viði. „Ég er ekki hættur og bý enn þá til kollinn frá a til ö. Velgengni hans er eins og mesta lygasaga." „Eftirlíkingar hafa alltaf verið til en nú fyrst er þetta að verða vandamál," segir Svana Lovísa sem gerði hönnunarstuld að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar frá LHÍ. Hún tekur fram að mikill munur sé á því þegar fólk föndrar eftirlíkingu til einkanota og að framleiða eftirlíkingu til almennrar sölu. „Þetta er tvennt ólíkt. Hið síðarnefnda er ólöglegt og sýnir um leið mikið virðingarleysi fyrir vinnu annarra." sara@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira