Ástarsaga úr garðinum Björn Þór Sigurbjörnsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Sambandsslit eru yfirleitt erfið og reyna á þá sem í hlut eiga. Sérstaklega eru þau erfið ef sambandið hefur staðið lengi og aðilar hafa gengið saman í gegnum þykkt og þunnt. Ég veit hvað ég er að tala um því nýlega lauk sambandi sem ég átti í í þrettán ár. Við kynntumst vorið 1999 og eyddum fyrstu vikum sumarsins saman. Vinnu minnar vegna þurfti ég að dvelja úti á landi í júlímánuði það ár og sá tími reyndist erfiður. Endurfundirnir í byrjun ágúst voru afskaplega ánægjulegir. Aldrei hefði ég trúað að samband manns og grills gæti orðið jafn náið og innilegt og raunin varð í tilviki okkar Char Broilsins sem ég keypti í Olís árið 1999. Allt hafði gengið eins og í sögu en engu að síður féll ég í freistni sumarið 2002. Grillgrind Argentínu var sögð leysa öll vandamál grillarans enda afrakstur tólf ára reynslu kokkanna á Argentínu steikhúsi. Hún var fokdýr og ég held að ég hafi verið eini maðurinn sem keypti hana. Allavega var hún stutt í sölu. Með nýju grindinni jókst enn ánægja mín með grillið og ég notaði það kvölds og morgna allan ársins hring. Með tíð og tíma fór Char Broil að láta á sjá. Ytra byrðið varð ljótt, kveikibúnaðurinn og brennararnir biluðu og efri grindin ryðgaði í sundur. Argentínugrindin var hins vegar alltaf eins og ný. Þar sem ég hafði myndað náin tilfinningatengsl við grillið kom ekki til greina að kaupa nýtt. Hótanir vina og ættingja um að hætta að koma í mat til mín bitu ekki á mig. Ég endurnýjaði það nauðsynlegasta og man að þegar ég keypti nýja brennara tilkynnti ég afgreiðslumanninum í grillbúðinni hróðugur að ég ætlaði aldrei að eignast annað grill. Hann horfði á mig undrandi. Hafði greinilega aldrei heyrt af sönnum trúnaði manns við grillið sitt. Um daginn gerðist það svo að mér var fært nýtt grill að gjöf. Áður en ég fékk rönd við reist var búið að setja það saman, kveikja upp og setja á það steikur. Þær voru mjög góðar. Ég hef grillað á nýja grillinu kvölds og morgna síðan og tilfinningar mínar til Char Broilsins eru kulnaðar. Nú skil ég raunar ekki hvernig hægt er að bindast dauðum hlut svona sterkum böndum. Sautján ára Volvóinn minn ætla ég samt aldrei að selja. Á milli okkar er nefnilega alveg einstakt samband. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun
Sambandsslit eru yfirleitt erfið og reyna á þá sem í hlut eiga. Sérstaklega eru þau erfið ef sambandið hefur staðið lengi og aðilar hafa gengið saman í gegnum þykkt og þunnt. Ég veit hvað ég er að tala um því nýlega lauk sambandi sem ég átti í í þrettán ár. Við kynntumst vorið 1999 og eyddum fyrstu vikum sumarsins saman. Vinnu minnar vegna þurfti ég að dvelja úti á landi í júlímánuði það ár og sá tími reyndist erfiður. Endurfundirnir í byrjun ágúst voru afskaplega ánægjulegir. Aldrei hefði ég trúað að samband manns og grills gæti orðið jafn náið og innilegt og raunin varð í tilviki okkar Char Broilsins sem ég keypti í Olís árið 1999. Allt hafði gengið eins og í sögu en engu að síður féll ég í freistni sumarið 2002. Grillgrind Argentínu var sögð leysa öll vandamál grillarans enda afrakstur tólf ára reynslu kokkanna á Argentínu steikhúsi. Hún var fokdýr og ég held að ég hafi verið eini maðurinn sem keypti hana. Allavega var hún stutt í sölu. Með nýju grindinni jókst enn ánægja mín með grillið og ég notaði það kvölds og morgna allan ársins hring. Með tíð og tíma fór Char Broil að láta á sjá. Ytra byrðið varð ljótt, kveikibúnaðurinn og brennararnir biluðu og efri grindin ryðgaði í sundur. Argentínugrindin var hins vegar alltaf eins og ný. Þar sem ég hafði myndað náin tilfinningatengsl við grillið kom ekki til greina að kaupa nýtt. Hótanir vina og ættingja um að hætta að koma í mat til mín bitu ekki á mig. Ég endurnýjaði það nauðsynlegasta og man að þegar ég keypti nýja brennara tilkynnti ég afgreiðslumanninum í grillbúðinni hróðugur að ég ætlaði aldrei að eignast annað grill. Hann horfði á mig undrandi. Hafði greinilega aldrei heyrt af sönnum trúnaði manns við grillið sitt. Um daginn gerðist það svo að mér var fært nýtt grill að gjöf. Áður en ég fékk rönd við reist var búið að setja það saman, kveikja upp og setja á það steikur. Þær voru mjög góðar. Ég hef grillað á nýja grillinu kvölds og morgna síðan og tilfinningar mínar til Char Broilsins eru kulnaðar. Nú skil ég raunar ekki hvernig hægt er að bindast dauðum hlut svona sterkum böndum. Sautján ára Volvóinn minn ætla ég samt aldrei að selja. Á milli okkar er nefnilega alveg einstakt samband.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun