Ráð við gjaldeyrisgræðgi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. ágúst 2012 00:01 Það er sama hvort ég labba um Laugaveginn eða vappa um Skagafjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki erlendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sérstaklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. Reyndar hef ég afskaplega gaman af því að spjalla við ferðamennina og kanna hug þeirra. Allir eiga það sameiginlegt að vera afar hrifnir af náttúru landsins og hneykslaðir á háu verðlagi. Á sama tíma heyrist hljóð úr horni því blessaðir ferðamennirnir skilja ekki nógar fjárhæðir eftir sig. Hef ég heyrt ýmsum hugmyndum kastað til að ráða bót á því, eins og til dæmis þær að setja sérstakt gjald á þetta þjakaða lið, lokka hingað efnaða ferðamenn og búa til afþreyingu og þjónustu sem hægt er að verðleggja eftir himinskautum. Með reglulegu millibili heyrum við líka að ágangur þessa fólks rýrir náttúruperlur okkar eins og Gullfoss og Geysi en umhverfi þessara staða verður gengið niður í svörð ef ekki er brugðist við. Ég þekki nú mitt heimafólk ágætlega, þó erfitt sé að hitta á það í mannþrönginni, og veit því að það er líklegt til að fara út í svona aðgerðir. Skiptir þá engu að það er í eðli hvers óbrenglaðs manns að halda að sér höndum þegar honum þykir okrað á sér. Það er ekki af nísku gert heldur er einhvers konar blygðunarkennd farin að taka í taumana. En þá ætla ég líka að fá að setja fram eina geggjaða hugmynd sem gæti fallið vel að svona okurstarfsemi. Ef það á að fara að leggja meira á þetta góða fólk þá væri ekki úr vegi að koma upp áfallahjálp sem allra næst flugvellinum í Keflavík svo hún finni fólk fljótlega eftir að það áttar sig á verðlaginu. Svo að hún falli nú vel að þessum áherslum mætti hafa þetta rándýra lúxusáfallahjálp. Það er hætt við því að fólk snúi til síns heima eftir slíkar móttökur og þá er búið að takmarka ágang á náttúruperlur vorar verulega. Þar sem við myndum þá ekki fá frekara tækifæri til að okra á liðinu setjum við sérstakt gjald á alla sem fara í þessa áfallahjálp til að bæta okkur þetta tekjutjón. Þessa hugmynd er ég tilbúinn að selja yfirvöldum á okurverði, að sjálfsögðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun
Það er sama hvort ég labba um Laugaveginn eða vappa um Skagafjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki erlendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sérstaklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. Reyndar hef ég afskaplega gaman af því að spjalla við ferðamennina og kanna hug þeirra. Allir eiga það sameiginlegt að vera afar hrifnir af náttúru landsins og hneykslaðir á háu verðlagi. Á sama tíma heyrist hljóð úr horni því blessaðir ferðamennirnir skilja ekki nógar fjárhæðir eftir sig. Hef ég heyrt ýmsum hugmyndum kastað til að ráða bót á því, eins og til dæmis þær að setja sérstakt gjald á þetta þjakaða lið, lokka hingað efnaða ferðamenn og búa til afþreyingu og þjónustu sem hægt er að verðleggja eftir himinskautum. Með reglulegu millibili heyrum við líka að ágangur þessa fólks rýrir náttúruperlur okkar eins og Gullfoss og Geysi en umhverfi þessara staða verður gengið niður í svörð ef ekki er brugðist við. Ég þekki nú mitt heimafólk ágætlega, þó erfitt sé að hitta á það í mannþrönginni, og veit því að það er líklegt til að fara út í svona aðgerðir. Skiptir þá engu að það er í eðli hvers óbrenglaðs manns að halda að sér höndum þegar honum þykir okrað á sér. Það er ekki af nísku gert heldur er einhvers konar blygðunarkennd farin að taka í taumana. En þá ætla ég líka að fá að setja fram eina geggjaða hugmynd sem gæti fallið vel að svona okurstarfsemi. Ef það á að fara að leggja meira á þetta góða fólk þá væri ekki úr vegi að koma upp áfallahjálp sem allra næst flugvellinum í Keflavík svo hún finni fólk fljótlega eftir að það áttar sig á verðlaginu. Svo að hún falli nú vel að þessum áherslum mætti hafa þetta rándýra lúxusáfallahjálp. Það er hætt við því að fólk snúi til síns heima eftir slíkar móttökur og þá er búið að takmarka ágang á náttúruperlur vorar verulega. Þar sem við myndum þá ekki fá frekara tækifæri til að okra á liðinu setjum við sérstakt gjald á alla sem fara í þessa áfallahjálp til að bæta okkur þetta tekjutjón. Þessa hugmynd er ég tilbúinn að selja yfirvöldum á okurverði, að sjálfsögðu.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun