Voffinn verður ljón 2. ágúst 2012 22:00 Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira