Voffinn verður ljón 2. ágúst 2012 22:00 Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið