Pistillinn: Kostir þess að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 2. ágúst 2012 08:00 Frá öðrum leikjanna umdeildu í gær. Mynd/Valli Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram. Erlendar Pistillinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram.
Erlendar Pistillinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira