ÓL-Pistill: Ég keppi í eltingaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2012 07:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur. Pistillinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur.
Pistillinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira